Innlent

Alvarlegt bílslys í Borgarfirði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.
Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt bílslys varð á sjöunda tímanum í kvöld norður af Barnafossi í Borgarfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti einn slasaðan til Reykjavíkur á slysadeild. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Manninum var ekið í sjúkrabifreið að flugvellinum í Húsafelli. Þaðan flutti Landhelgisgæslan hann til Reykjavíkur. 

Hann get ekki veitt frekari upplýsingar um slysið og vísaði á lögregluna á Vesturlandi. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná sambandi við lögregluna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×