Bíó og sjónvarp

Önnur þátta­röð af Svörtu söndum væntan­leg: „Mörgum spurningum enn ósvarað“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Leikstjórinn Baldvin Z greinir frá þvi að tökur á annarri þáttaröð af Svörtu söndum hefjist á næsta ári.
Leikstjórinn Baldvin Z greinir frá þvi að tökur á annarri þáttaröð af Svörtu söndum hefjist á næsta ári. Vísir/Vilhelm

„Það er búið að gefa grænt ljós á seríu tvö,“ segir Baldvin Z leikstjóri glæpaseríunnar Svörtu sanda í samtali við Vísi.

Um er að ræða beint framhald af fyrri þáttaröð. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina á Svörtu söndum sem þjóðin fylgdist æsispennt með.

Í þáttunum var fjallað um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Þegar unga lögreglukonan Aníta byrjar að rannsaka málið flækist hún inn í mun stærra mál sem teygir anga sína mörg ár aftur í tímann. Þáttaröðin var framleidd af Glassriver og sýnd á Stöð 2.

„Við erum bara að halda áfram með sömu sögu. Fyrir þá sem horfðu á seríu eitt, þá er mörgum spurningum enn ósvarað sem eru í raun og veru að fara vera viðfangsefni seríu tvö. Þau sem þekkja seríu eitt þau vita nákvæmlega hvað ég er að tala um.“

Fyrsta þáttaröð af Svörtu söndum náði gríðarlegum árangri.Juliette Rowland

Voru alltaf með hugmynd um það hvernig endalokin ættu að vera

Til stendur að hefja tökur í ágúst á næsta ári. Þáttaröðin mun innihalda átta þætti þar sem fylgst verður með eftirlifandi persónum, ásamt nýjum persónum sem tengjast sögunni.

„Við erum að fara fylgjast með eftirmálunum af þessum hörmungaratburðum. Svo gerast hlutir strax í fyrsta þætti sem hleypir atburðarás af stað sem knýr fram endalok þessarar seríu eftir þessa átta þætti.“

Baldvin segir að það hafi staðið til frá upphafi að gera aðra þáttaröð ef vilji væri fyrir hendi.

„Við vorum alltaf með hugmynd um það hvernig við vildum enda alla stóru söguna.“

Fá lönd sem fyrsta sería hefur ekki selst til

Fyrri þáttaröðin var frumsýnd á Stöð 2 um síðustu jól og var lokaþátturinn sýndur í febrúar. Það má með sanni segja að þáttaröðin hafi vakið gríðarlega athygli og voru endalokin mögnuð.

Nú er þáttaröðin komin í dreifingu víðs vegar um heim. Samningum hefur meðal annars verið náð við streymisveiturnar Disney+ í Hollandi og Lúxemborg og Viaplay á Norðulöndum og í Bandaríkjunum.

„Það eru í rauninni bara fá lönd eftir, sem serían hefur ekki selst til. Þetta er eiginlega okkar mesti árangur í dreifingu á efni. Þannig við erum alveg ofboðslega stolt og glöð.“


Tengdar fréttir

Ragnar svarar ekki í símann

Lokaþátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Það má með sanni segja að lokaþátturinn hafi vakið mikla athygli og endalokin mögnuð.

Spjótin beinast að Fríðu

Þriðji þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en þættirnir fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum.

„Gríðarlega spennt að fá loksins að labba rauða dregilinn“

Leikarar í Svörtu söndum, þáttum sem sýndir eru á Stöð 2, segja það mikinn heiður að hafa fengið inngöngu á hina virtu kvikmyndahátíð Berlinale í Þýskalandi sem fer fram í kvöld. Sjónvarpsþættirnir verða þá heimsfrumsýndir en í umsögn dómnefndar er þáttunum hrósað í hástert, meðal annars fyrir karaktersköpun, myndatöku og einstakt umhverfi á Íslandi.

Fyrsta sýnishornið úr Svörtu söndum

Á jóladag verður sýndur á Stöð 2 fyrsti þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z. Hér frumsýnum við fyrsta sýnishornið úr þáttunum sem framleiddir eru af Glassriver.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×