Önnur þáttaröð af Svörtu söndum væntanleg: „Mörgum spurningum enn ósvarað“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. október 2022 16:32 Leikstjórinn Baldvin Z greinir frá þvi að tökur á annarri þáttaröð af Svörtu söndum hefjist á næsta ári. Vísir/Vilhelm „Það er búið að gefa grænt ljós á seríu tvö,“ segir Baldvin Z leikstjóri glæpaseríunnar Svörtu sanda í samtali við Vísi. Um er að ræða beint framhald af fyrri þáttaröð. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina á Svörtu söndum sem þjóðin fylgdist æsispennt með. Í þáttunum var fjallað um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Þegar unga lögreglukonan Aníta byrjar að rannsaka málið flækist hún inn í mun stærra mál sem teygir anga sína mörg ár aftur í tímann. Þáttaröðin var framleidd af Glassriver og sýnd á Stöð 2. „Við erum bara að halda áfram með sömu sögu. Fyrir þá sem horfðu á seríu eitt, þá er mörgum spurningum enn ósvarað sem eru í raun og veru að fara vera viðfangsefni seríu tvö. Þau sem þekkja seríu eitt þau vita nákvæmlega hvað ég er að tala um.“ Fyrsta þáttaröð af Svörtu söndum náði gríðarlegum árangri.Juliette Rowland Voru alltaf með hugmynd um það hvernig endalokin ættu að vera Til stendur að hefja tökur í ágúst á næsta ári. Þáttaröðin mun innihalda átta þætti þar sem fylgst verður með eftirlifandi persónum, ásamt nýjum persónum sem tengjast sögunni. „Við erum að fara fylgjast með eftirmálunum af þessum hörmungaratburðum. Svo gerast hlutir strax í fyrsta þætti sem hleypir atburðarás af stað sem knýr fram endalok þessarar seríu eftir þessa átta þætti.“ Baldvin segir að það hafi staðið til frá upphafi að gera aðra þáttaröð ef vilji væri fyrir hendi. „Við vorum alltaf með hugmynd um það hvernig við vildum enda alla stóru söguna.“ Fá lönd sem fyrsta sería hefur ekki selst til Fyrri þáttaröðin var frumsýnd á Stöð 2 um síðustu jól og var lokaþátturinn sýndur í febrúar. Það má með sanni segja að þáttaröðin hafi vakið gríðarlega athygli og voru endalokin mögnuð. Nú er þáttaröðin komin í dreifingu víðs vegar um heim. Samningum hefur meðal annars verið náð við streymisveiturnar Disney+ í Hollandi og Lúxemborg og Viaplay á Norðulöndum og í Bandaríkjunum. „Það eru í rauninni bara fá lönd eftir, sem serían hefur ekki selst til. Þetta er eiginlega okkar mesti árangur í dreifingu á efni. Þannig við erum alveg ofboðslega stolt og glöð.“ Svörtu sandar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Svörtu sandar valdir til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni Alþjóðlega kvikmyndahátíðin BERLINALE hefur valið sjónvarpsþættina Svörtu sanda sem eitt af sjö verkefnum til frumsýninga utan heimalands, fyrst íslenskra þáttasería. Þættirnir eru í sýningu á Stöð 2. 14. janúar 2022 15:02 Ragnar svarar ekki í símann Lokaþátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Það má með sanni segja að lokaþátturinn hafi vakið mikla athygli og endalokin mögnuð. 8. febrúar 2022 14:31 Spjótin beinast að Fríðu Þriðji þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en þættirnir fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. 4. janúar 2022 13:00 „Gríðarlega spennt að fá loksins að labba rauða dregilinn“ Leikarar í Svörtu söndum, þáttum sem sýndir eru á Stöð 2, segja það mikinn heiður að hafa fengið inngöngu á hina virtu kvikmyndahátíð Berlinale í Þýskalandi sem fer fram í kvöld. Sjónvarpsþættirnir verða þá heimsfrumsýndir en í umsögn dómnefndar er þáttunum hrósað í hástert, meðal annars fyrir karaktersköpun, myndatöku og einstakt umhverfi á Íslandi. 12. febrúar 2022 19:35 Fyrsta sýnishornið úr Svörtu söndum Á jóladag verður sýndur á Stöð 2 fyrsti þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z. Hér frumsýnum við fyrsta sýnishornið úr þáttunum sem framleiddir eru af Glassriver. 26. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Um er að ræða beint framhald af fyrri þáttaröð. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina á Svörtu söndum sem þjóðin fylgdist æsispennt með. Í þáttunum var fjallað um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Þegar unga lögreglukonan Aníta byrjar að rannsaka málið flækist hún inn í mun stærra mál sem teygir anga sína mörg ár aftur í tímann. Þáttaröðin var framleidd af Glassriver og sýnd á Stöð 2. „Við erum bara að halda áfram með sömu sögu. Fyrir þá sem horfðu á seríu eitt, þá er mörgum spurningum enn ósvarað sem eru í raun og veru að fara vera viðfangsefni seríu tvö. Þau sem þekkja seríu eitt þau vita nákvæmlega hvað ég er að tala um.“ Fyrsta þáttaröð af Svörtu söndum náði gríðarlegum árangri.Juliette Rowland Voru alltaf með hugmynd um það hvernig endalokin ættu að vera Til stendur að hefja tökur í ágúst á næsta ári. Þáttaröðin mun innihalda átta þætti þar sem fylgst verður með eftirlifandi persónum, ásamt nýjum persónum sem tengjast sögunni. „Við erum að fara fylgjast með eftirmálunum af þessum hörmungaratburðum. Svo gerast hlutir strax í fyrsta þætti sem hleypir atburðarás af stað sem knýr fram endalok þessarar seríu eftir þessa átta þætti.“ Baldvin segir að það hafi staðið til frá upphafi að gera aðra þáttaröð ef vilji væri fyrir hendi. „Við vorum alltaf með hugmynd um það hvernig við vildum enda alla stóru söguna.“ Fá lönd sem fyrsta sería hefur ekki selst til Fyrri þáttaröðin var frumsýnd á Stöð 2 um síðustu jól og var lokaþátturinn sýndur í febrúar. Það má með sanni segja að þáttaröðin hafi vakið gríðarlega athygli og voru endalokin mögnuð. Nú er þáttaröðin komin í dreifingu víðs vegar um heim. Samningum hefur meðal annars verið náð við streymisveiturnar Disney+ í Hollandi og Lúxemborg og Viaplay á Norðulöndum og í Bandaríkjunum. „Það eru í rauninni bara fá lönd eftir, sem serían hefur ekki selst til. Þetta er eiginlega okkar mesti árangur í dreifingu á efni. Þannig við erum alveg ofboðslega stolt og glöð.“
Svörtu sandar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Svörtu sandar valdir til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni Alþjóðlega kvikmyndahátíðin BERLINALE hefur valið sjónvarpsþættina Svörtu sanda sem eitt af sjö verkefnum til frumsýninga utan heimalands, fyrst íslenskra þáttasería. Þættirnir eru í sýningu á Stöð 2. 14. janúar 2022 15:02 Ragnar svarar ekki í símann Lokaþátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Það má með sanni segja að lokaþátturinn hafi vakið mikla athygli og endalokin mögnuð. 8. febrúar 2022 14:31 Spjótin beinast að Fríðu Þriðji þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en þættirnir fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. 4. janúar 2022 13:00 „Gríðarlega spennt að fá loksins að labba rauða dregilinn“ Leikarar í Svörtu söndum, þáttum sem sýndir eru á Stöð 2, segja það mikinn heiður að hafa fengið inngöngu á hina virtu kvikmyndahátíð Berlinale í Þýskalandi sem fer fram í kvöld. Sjónvarpsþættirnir verða þá heimsfrumsýndir en í umsögn dómnefndar er þáttunum hrósað í hástert, meðal annars fyrir karaktersköpun, myndatöku og einstakt umhverfi á Íslandi. 12. febrúar 2022 19:35 Fyrsta sýnishornið úr Svörtu söndum Á jóladag verður sýndur á Stöð 2 fyrsti þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z. Hér frumsýnum við fyrsta sýnishornið úr þáttunum sem framleiddir eru af Glassriver. 26. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Svörtu sandar valdir til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni Alþjóðlega kvikmyndahátíðin BERLINALE hefur valið sjónvarpsþættina Svörtu sanda sem eitt af sjö verkefnum til frumsýninga utan heimalands, fyrst íslenskra þáttasería. Þættirnir eru í sýningu á Stöð 2. 14. janúar 2022 15:02
Ragnar svarar ekki í símann Lokaþátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Það má með sanni segja að lokaþátturinn hafi vakið mikla athygli og endalokin mögnuð. 8. febrúar 2022 14:31
Spjótin beinast að Fríðu Þriðji þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en þættirnir fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. 4. janúar 2022 13:00
„Gríðarlega spennt að fá loksins að labba rauða dregilinn“ Leikarar í Svörtu söndum, þáttum sem sýndir eru á Stöð 2, segja það mikinn heiður að hafa fengið inngöngu á hina virtu kvikmyndahátíð Berlinale í Þýskalandi sem fer fram í kvöld. Sjónvarpsþættirnir verða þá heimsfrumsýndir en í umsögn dómnefndar er þáttunum hrósað í hástert, meðal annars fyrir karaktersköpun, myndatöku og einstakt umhverfi á Íslandi. 12. febrúar 2022 19:35
Fyrsta sýnishornið úr Svörtu söndum Á jóladag verður sýndur á Stöð 2 fyrsti þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z. Hér frumsýnum við fyrsta sýnishornið úr þáttunum sem framleiddir eru af Glassriver. 26. nóvember 2021 07:01