Innlent

Fönguðu lifandi leðurblöku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Umrætt leðurblaka, af tegundinni trítilblaka.
Umrætt leðurblaka, af tegundinni trítilblaka. Mynd/Náttúrustofnun Austurlands.

Leðurblaka, svokölluð trítilblaka, fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi í síðustu viku. Skipverjar fönguðu hana lifandi og komu til Náttúrustofu Austurlands.

Í frétt á vef Náttúrustofunnar segir að leðurblakan hafi verið í andarslitrunum þegar komið var að landi. Er þetta í fjórða sinn frá árinu 2014 sem tilkynning um leðurblöku berst Náttúrustofunni. 

Leðurblökur þrífast ekki á Íslandi en engu að síður hafa nokkrar leðurblökur af tegundinni trítilblökur fundist hér á landi.

Heimkynni tegundarinnar eru aðallega í austanverðri Evrópu. Þá er vakin athygli á því að uppstoppa trítilblöku megi finna á Náttúrugripasafninu í Neskaupstað. Hún barst til landsins árið 2014.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×