Lífið

Ævi­saga „vara­skeifunnar“ kemur út 10. janúar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Harry hefur heitið því að stíga fram af fullri hreinskilni í bókinni, meðal annars um það hvernig það var og er að standa sífellt í skugga eldri bróður síns.
Harry hefur heitið því að stíga fram af fullri hreinskilni í bókinni, meðal annars um það hvernig það var og er að standa sífellt í skugga eldri bróður síns.

Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Í kynningartexta frá útgefandanum Random House segir:

„Á sama tíma og Díana prinsessa var lögð til hinstu hvílu veltu milljarðar því fyrir sér hvað prinsarnir væru að hugsa og upplifa og hvernig líf þeirra myndu fara... Loksins segir Harry sögu sína.“

Í bókinni mun Harry meðal annars greina frá aðdraganda þess að hann og eiginkona hans Meghan Markle ákváðu að segja skilið við konungsfjölskylduna og skyldur tengdar henni og flytja vestur um haf. 

Margir hafa velt því fyrir sér hversu mikið prinsinn mun opna sig um fjölskyldu sína, sem hann á nú í erfiðu sambandi við, og þá bárust fregnir af því að hann hefði endurritað hluta bókarinnar í kjölfar þess að Elísabet II Bretadrottning, amma hans, lést.

Margt hefur þannig breyst frá því að tilkynnt var um útgáfu bókarinnar; faðir hans er orðinn konungur og stjúpmóðir hans, sem Díana fyrirleit, orðin drottning.

Bókin kemur út sama dag um alla heim og hefur þegar verið þýdd á sextán tungumál. Hluti af ágóða hennar mun renna til breskra góðgerðasamtaka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×