Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2022 08:58 Björk Guðmundsdóttir hefur sagt að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi hætt við. Samsett Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. Nokkuð var fjallað um samskipti þeirra þriggja eftir að Björk var í viðtali við breska blaðið The Guardian á dögunum. Þar sagði Björk að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún átti að hafa gert við Björk og Gretu um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. Sama dag og viðtalið birtist sagði Katrín að rétt sé að Björk hafi á sínum tíma hvatt hana til að lýsa yfir umræddu neyðarástandi. Það hafi verið tekið til skoðunar og rætt á ríkisstjórnarfundi. Ákveðið hafi hins vegar verið að fara aðra leið en þá sem Björk lagði til. Fyrir um mánuði síðan ræddi Björk málið aftur í þættinum Víðsjá á Rás 1. Þar sakaði hún Katrínu um að hafa verið óheiðarlega í samskiptum. Jóhann Páll vill vita meira um þau samskipti sem fóru á milli Bjarkar, Katrínar og Gretu. Hefur hann lagt fram fyrirspurn til Katrínar á Alþingi í þremur liðum. Þar vill hann í fyrsta lagi fá að vita hvernig ráðherra hafi svarað erindi Gretu um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum haustið 2019. Í öðru lagi vill hann svar um hvort ráðherra hafi gefið þeim fyrirheit um að vænta mætti formlegrar yfirlýsingar ráðherra, ríkisstjórn eða Alþingi um slíkt neyðarástand. Þá vill hann einnig vita hvort að Katrín hafi hvatt Björk og Gretu til að hætta við að halda blaðamannafund þar sem þær höfðu ráðgert að hvetja til þess að lýst yrði yfir neyðarástandi. Fyrirspurnina má lesa hér. Björk Umhverfismál Utanríkismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Nokkuð var fjallað um samskipti þeirra þriggja eftir að Björk var í viðtali við breska blaðið The Guardian á dögunum. Þar sagði Björk að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún átti að hafa gert við Björk og Gretu um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. Sama dag og viðtalið birtist sagði Katrín að rétt sé að Björk hafi á sínum tíma hvatt hana til að lýsa yfir umræddu neyðarástandi. Það hafi verið tekið til skoðunar og rætt á ríkisstjórnarfundi. Ákveðið hafi hins vegar verið að fara aðra leið en þá sem Björk lagði til. Fyrir um mánuði síðan ræddi Björk málið aftur í þættinum Víðsjá á Rás 1. Þar sakaði hún Katrínu um að hafa verið óheiðarlega í samskiptum. Jóhann Páll vill vita meira um þau samskipti sem fóru á milli Bjarkar, Katrínar og Gretu. Hefur hann lagt fram fyrirspurn til Katrínar á Alþingi í þremur liðum. Þar vill hann í fyrsta lagi fá að vita hvernig ráðherra hafi svarað erindi Gretu um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum haustið 2019. Í öðru lagi vill hann svar um hvort ráðherra hafi gefið þeim fyrirheit um að vænta mætti formlegrar yfirlýsingar ráðherra, ríkisstjórn eða Alþingi um slíkt neyðarástand. Þá vill hann einnig vita hvort að Katrín hafi hvatt Björk og Gretu til að hætta við að halda blaðamannafund þar sem þær höfðu ráðgert að hvetja til þess að lýst yrði yfir neyðarástandi. Fyrirspurnina má lesa hér.
Björk Umhverfismál Utanríkismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43
Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26