Fjörutíu börn komast ekki í skóla Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. október 2022 23:08 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Ríflega fjörutíu börn flóttafólks komast ekki í grunnskóla vegna þess að ríki og nokkur sveitarfélög hafa enn ekki samið. Forstjóri Vinnumálastofnunar sem vistar um þúsund manns í skammtímavistun segir brýnt að leysa málið. Aldrei hafa fleiri sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og á þessu ári en í dag eru þeir orðnir ríflega þrjú þúsund og þrjú hundruð af þeim hafa tæplega tvö þúsund manns komið frá Úkraínu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í þessum mánuði til að útvega fólki húsnæði um hríð en verið að vinna í að finna fleiri varanleg úrræði. Vinnumálastofnun sér um að útvega fólki skammtímahúsnæði. Nú í vikunni á að opna nýtt húsnæðisúrræði fyrir nokkur hundruð karla á flótta. „Það er alltaf þannig að það er reynt að hafa þetta aðskilið, fjölskyldufólkið saman með börnin og svo karlmennina eina,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Stofnunin rekur nú um þrettán húseignir í samstarfi við Reykjavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ fyrir um þúsund manns. Unnur segir um skammtímaúrræði að ræða og svo þurfi fleiri sveitarfélög að taka við. Það hafi hins vegar ekki gengið nógu vel. „Ferlið er hugsað þannig að þá taki sveitarfélögin við flóttafólkinu og komi þeim í skóla, aðstoði með húsnæði og svo framvegis. Það stendur ekki nógu vel, það vantar að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið. Það liggja fyrir drög af samningi sem þau hafa ekki skrifað undir,“ segir Unnur. Þetta hafi meðal annars valdið því að börn hafi ekki enn þá komist í skóla. „Við höfum átt í erfiðleikum með að koma börnum í skóla sem eru ekki komin í varanlega búsetu hjá sveitarfélögum.“ Er það ekki alvarlegt fyrir börn sem eru nú þegar í veikri stöðu að komast ekki inn í skóla? „Jú það segir sig sjálft að þetta er mjög viðkvæm staða. Við erum að vinna að lausn að þessu og ég trúi ekki öðru en að þetta leysist á allra næstu dögum,“ segir Unnur. Vantar meira fjármagn Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að í rammasamningi sem gerður var í sumar um samræmda móttöku flóttamanna hafi vantað upp á varðandi húsnæðismál, þá sérstaklega varðandi börn. „Svo við getum jafnað stöðu barna. Það hefur strandað á því en við erum vonandi að sjá til lands. Ég heyri og finn að það eru sveitarfélögin sem ætla að semja um það,“ segir Heiða. Um hvað hefur helst verið deilt þarna? „Það hefur aðallega verið varðandi börnin. Það er mjög mikilvægt þegar börn koma inn í sveitarfélagið að gera það vel, taka vel á móti þeim og jafna þeirra stöðu á við annarra barna. Okkur fannst einfaldlega ekki nægilegt fjármagn með,“ segir Heiða en það ríkið sem sér um að taka á móti fólki og sér um að bjóða það velkomið hingað til lands. Heiða Björg er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Heiða segir sveitarfélögin gjarnan vilja fá fleiri íbúa og fá fleiri börn í skólana. Þó hafi ekki verið gert ráð fyrir svo hraðri og mikilli fjölgun. Því þurfi aukið fjármagn til að geta staðið vel að þessu líkt og sveitarfélögin vilja. „Við erum að sjá núna að þetta skiptir gríðarlegu máli. Það eru að koma svo margir, sveitarfélögin eiga eftir að þurfa að fara inn í það að byggja nýja skóla og leikskóla. Við eigum eftir að gera ýmislegt til að taka vel á móti þessum börnum og við þurfum að gera það,“ segir Heiða. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Aldrei hafa fleiri sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og á þessu ári en í dag eru þeir orðnir ríflega þrjú þúsund og þrjú hundruð af þeim hafa tæplega tvö þúsund manns komið frá Úkraínu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í þessum mánuði til að útvega fólki húsnæði um hríð en verið að vinna í að finna fleiri varanleg úrræði. Vinnumálastofnun sér um að útvega fólki skammtímahúsnæði. Nú í vikunni á að opna nýtt húsnæðisúrræði fyrir nokkur hundruð karla á flótta. „Það er alltaf þannig að það er reynt að hafa þetta aðskilið, fjölskyldufólkið saman með börnin og svo karlmennina eina,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Stofnunin rekur nú um þrettán húseignir í samstarfi við Reykjavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ fyrir um þúsund manns. Unnur segir um skammtímaúrræði að ræða og svo þurfi fleiri sveitarfélög að taka við. Það hafi hins vegar ekki gengið nógu vel. „Ferlið er hugsað þannig að þá taki sveitarfélögin við flóttafólkinu og komi þeim í skóla, aðstoði með húsnæði og svo framvegis. Það stendur ekki nógu vel, það vantar að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið. Það liggja fyrir drög af samningi sem þau hafa ekki skrifað undir,“ segir Unnur. Þetta hafi meðal annars valdið því að börn hafi ekki enn þá komist í skóla. „Við höfum átt í erfiðleikum með að koma börnum í skóla sem eru ekki komin í varanlega búsetu hjá sveitarfélögum.“ Er það ekki alvarlegt fyrir börn sem eru nú þegar í veikri stöðu að komast ekki inn í skóla? „Jú það segir sig sjálft að þetta er mjög viðkvæm staða. Við erum að vinna að lausn að þessu og ég trúi ekki öðru en að þetta leysist á allra næstu dögum,“ segir Unnur. Vantar meira fjármagn Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að í rammasamningi sem gerður var í sumar um samræmda móttöku flóttamanna hafi vantað upp á varðandi húsnæðismál, þá sérstaklega varðandi börn. „Svo við getum jafnað stöðu barna. Það hefur strandað á því en við erum vonandi að sjá til lands. Ég heyri og finn að það eru sveitarfélögin sem ætla að semja um það,“ segir Heiða. Um hvað hefur helst verið deilt þarna? „Það hefur aðallega verið varðandi börnin. Það er mjög mikilvægt þegar börn koma inn í sveitarfélagið að gera það vel, taka vel á móti þeim og jafna þeirra stöðu á við annarra barna. Okkur fannst einfaldlega ekki nægilegt fjármagn með,“ segir Heiða en það ríkið sem sér um að taka á móti fólki og sér um að bjóða það velkomið hingað til lands. Heiða Björg er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Heiða segir sveitarfélögin gjarnan vilja fá fleiri íbúa og fá fleiri börn í skólana. Þó hafi ekki verið gert ráð fyrir svo hraðri og mikilli fjölgun. Því þurfi aukið fjármagn til að geta staðið vel að þessu líkt og sveitarfélögin vilja. „Við erum að sjá núna að þetta skiptir gríðarlegu máli. Það eru að koma svo margir, sveitarfélögin eiga eftir að þurfa að fara inn í það að byggja nýja skóla og leikskóla. Við eigum eftir að gera ýmislegt til að taka vel á móti þessum börnum og við þurfum að gera það,“ segir Heiða.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira