Lífið

Halda undan­keppni sína fyrir Euro­vision í sprengju­byrgi

Atli Ísleifsson skrifar
Úkraínska sveitin Kalush Orchestra vann sigur í Eurovision fyrr á þessu ári með laginu Stefania.
Úkraínska sveitin Kalush Orchestra vann sigur í Eurovision fyrr á þessu ári með laginu Stefania. Getty

Úkraínska sjónvarpsstöðin UA:PBC hefur tilkynnt að Vidbir, söngvakeppnin þar sem framlag Úkraínumanna fyrir Eurovision er valið, verði haldin í sprengjubyrgi í Kænugarði laugardagskvöldið 17. desember.

Þetta kemur fram á heimasíðu Eurovision. Ástæða þess að keppnin verði haldin í sprengjubyrgi er innrás Rússa í Úkraínu sem hófst í febrúar á þessu ári.

Á heimasíðu Eurovision segir að áhugi á keppninni í Úkraínu sé mikill og að rúmlega fjögur hundruð lög hafi borist frá 299 höfundum sem allir vonist til að fá að flytja framlag Úkraínu í Eurovision sem fram fer í Liverpool í Bretlandi á næsta ári.

Úkraínski tónlistarframleiðandinn Pianoboy heldur utan um söngvakeppnina segir að það hafi komið sér á óvart, sá mikli áhugi sem sé á keppninni. Reiknað sé með að þátttakendur í undankeppni Úkraínumanna fyrir Eurovision verði kynntur fyrir lok októbermánaðar.

Úkraínska sveitin Kalush Orchestra vann sigur í Eurovision fyrr á þessu ári með laginu Stefania. Vegna ástandsins í Úkraínu sökum innrásar Rússa var ákveðið að halda næstu keppni í Bretlandi.

Undanúrslitakvöldin fara fram dagana 9. og 11. maí næstkomandi og úrslitakvöldið laugardaginn 13. maí. Keppnin fer fram í Liverpool Arena.

Búlgarir, Svartfellingar og Norður-Makedóníumenn hafa allir tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt í keppninni á næsta ári vegna of mikils kostnaðar.


Tengdar fréttir

Annað land dregur sig úr Euro­vision

Búlgarir hafa tilkynnt Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) að þeir muni ekki taka þátt í Eurovision-keppninni sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí 2023.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×