Lífið

Stressið aldrei verið meira

Stefán Árni Pálsson skrifar
Spennan gríðarleg í viðureign Fjölnis og Víkings. 
Spennan gríðarleg í viðureign Fjölnis og Víkings. 

Sextán liða úrslitin í Kviss héldu áfram á laugardagskvöldið á Stöð 2. Þar mættust lið Fjölnis og Víkings.

Í liði Fjölnis voru þau Aron Can og leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir og í liði Víkings voru þau Aron Már Ólafsson og Anna Svava Knútsdóttir sem höfðu einu sinni áður mætt í þáttinn.

Hér að neðan verður fjallað um viðureignina og hvernig hún fór. Ef þú hefur ekki horft á þáttinn og vilt ekki vita hvernig hann endaði ættir þú ekki að lesa meira.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við.

.

.

.

.

.

Það er skemmst frá því að segja að Júlíana Sara sló einhverskonar met í stressi í þættinum. Henni leið nánast illa allan þáttinn en stóð hún sig samt einstaklega vel og svaraði hverri spurningunni á fætur annarri.

Þrátt fyrir að Fjölnir hafi náð sér í gott forskot náði Víkingur að minnka muninn í eitt stig fyrir síðustu spurninguna. Því réðust úrslitin á lokaspurningunni og var þar spurt um nafn á konu.

Eftir mikið stresskast náði Júlíana að svara rétt og var nafnið Eva. Sjaldan hefur einstaklingur fagnað jafn mikið og er Fjölnir komið í 8-liða úrslitin.

Klippa: Stressið aldrei verið meira





Fleiri fréttir

Sjá meira


×