„Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra“ Snorri Másson skrifar 24. október 2022 08:45 Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði. Þar hefur áformunum verið harðlega mótmælt af sumum íbúum, þar á meðal Skúla Mogensen athafnamanni. Fjallað var um áformin í Íslandi í dag og lúxusböð Skúla heimsótt, sem vindmyllurnar eru sagðar munu skyggja á. Ketill segir í viðtali í Íslandi í dag að viðbrögðin sem rati í umræðuna um svona áform séu yfirleitt þau neikvæðu. „Þeir sem eru jákvæðir gagnvart svona verkefnum hafa sig yfirleitt ekki í frammi. En það er annars bara ofureðlilegt að það komi fram athugasemdir og ábendingar og mótmæli þess vegna. Það eru ekki allir sáttir um svona stór verkefni,“ segir Ketill. Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann sjái málið öðrum augum en íbúarnir, sem hafa sagt þetta eins og að „krota inn í málverk eftir Kjarval“, segir Ketill mikilvægt að átta sig á að íbúarnir séu ekki sama og íbúarnir: „Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra.“ Vindmyllurnar eiga að rísa uppi á Brekkukambi sem er um 650 metra fjall. Sjálfar eiga þær að geta verið allt að 250 metra háar, sem þýðir að þær myndu gnæfa tæpan kílómetra upp í loftið. „Við höfum áhuga á þessu verkefni. Við myndum vilja sjá það verða að veruleika, en sjálft umhverfismatið er auðvitað eftir,“ segir Ketill. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd og rætt við Skúla Mogensen.Vísir/Bjarni Zephyr Iceland, eins og önnur orkufyrirtæki, fara inn í verkefni meðvituð um að hugsanlega verði ekki af þeim, en Ketill segir að Brekkukamburinn sé eitt þeirra verkefna sem fyrirtækið hefur trú á. „Vindorka verður að veruleika að einhverju marki. Það er mjög líklegt að vindmyllur muni í einhverri mynd rísa á Íslandi,“ segir Ketill. En hvar? „Já, ekki í bakgarðinum mínum. Það er náttúrulega bara algengt viðhorf,“ segir Ketill. „Ég vona samt að við og aðrir sem koma að vindorkuverkefnum á Íslandi munum bera gæfu til að reisa verkefni sem nokkuð breið sátt ríkir um, en það verður sennilega ekkert verkefni sem verður alger sátt um. Ég held að það sé ekki til svoleiðis orkuverkefni yfirleitt í dag.“ Vindorka Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ketill segir í viðtali í Íslandi í dag að viðbrögðin sem rati í umræðuna um svona áform séu yfirleitt þau neikvæðu. „Þeir sem eru jákvæðir gagnvart svona verkefnum hafa sig yfirleitt ekki í frammi. En það er annars bara ofureðlilegt að það komi fram athugasemdir og ábendingar og mótmæli þess vegna. Það eru ekki allir sáttir um svona stór verkefni,“ segir Ketill. Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann sjái málið öðrum augum en íbúarnir, sem hafa sagt þetta eins og að „krota inn í málverk eftir Kjarval“, segir Ketill mikilvægt að átta sig á að íbúarnir séu ekki sama og íbúarnir: „Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra.“ Vindmyllurnar eiga að rísa uppi á Brekkukambi sem er um 650 metra fjall. Sjálfar eiga þær að geta verið allt að 250 metra háar, sem þýðir að þær myndu gnæfa tæpan kílómetra upp í loftið. „Við höfum áhuga á þessu verkefni. Við myndum vilja sjá það verða að veruleika, en sjálft umhverfismatið er auðvitað eftir,“ segir Ketill. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd og rætt við Skúla Mogensen.Vísir/Bjarni Zephyr Iceland, eins og önnur orkufyrirtæki, fara inn í verkefni meðvituð um að hugsanlega verði ekki af þeim, en Ketill segir að Brekkukamburinn sé eitt þeirra verkefna sem fyrirtækið hefur trú á. „Vindorka verður að veruleika að einhverju marki. Það er mjög líklegt að vindmyllur muni í einhverri mynd rísa á Íslandi,“ segir Ketill. En hvar? „Já, ekki í bakgarðinum mínum. Það er náttúrulega bara algengt viðhorf,“ segir Ketill. „Ég vona samt að við og aðrir sem koma að vindorkuverkefnum á Íslandi munum bera gæfu til að reisa verkefni sem nokkuð breið sátt ríkir um, en það verður sennilega ekkert verkefni sem verður alger sátt um. Ég held að það sé ekki til svoleiðis orkuverkefni yfirleitt í dag.“
Vindorka Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20