Lífið

Tásumyndir frá Tene í óþökk seðlabankastjóra

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ásgeiri hugnast sennilega ekki það magn tásumynda frá sólarströndum sem eru í tísku nú sem endranær.
Ásgeiri hugnast sennilega ekki það magn tásumynda frá sólarströndum sem eru í tísku nú sem endranær. samsett

Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir. 

Við síðustu stýrivaxtahækkun um 0,25 prósentustig sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri,  að tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum.

Ekkert lát virðist vera á þeim myndum sem Ásgeir virðist vilja koma í veg fyrir með hækkun vaxta. Að minnsta kosti ekki ef marka má Facebook. Þar deilir fólk myndum af tásum sínum á Tenerife á sérmerktum hópi: „Tíðar tásumyndir frá Tene“

„Hjálpum seðlabankastjóra að halda utan um tásurnar á Tene með að smella myndum af sólkysstum táslum sem spóka sig á Tenerife,“ skrifar stofnandinn og síðan þá hafa fjölmargir deilt myndum af tásunum á eyjunni fögru. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×