Segir fjölda ungmenna hafa beðist afsökunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2022 14:15 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Þær stigu fram í fyrradag og greindu frá stöðu mála. Vísir/Arnar Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, segir að líf þeirra mæðgna hafi verið tilfinningaleg rússíbanareið síðan þær stigu fram og greindu frá raunum Ísabellu. Síðan þá hafi fjöldi ungmenna beðið Ísabellu afsökunar. Mæðgurnar höfðu fengu sig fullsadda af grófu einelti sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði og stóðu ráðalausar frammi fyrir vandanum. Það var því hálfgert örþrifaráð að mæðgurnar fóru með málið í fjölmiðla. Frásögn Ísabellu hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu vegna stöðu eineltis- og ofbeldismála hér á landi en umfram allt samúð. Fréttastofa náði tali af Sædísi sem sagði að þessi rússíbanareið sé “99,999% jákvæð” líkt og hún komst að orði. „Það bara er verið að senda okkur skilaboð, hringja í okkar og koma til okkar. Fólk hefur gefið henni alls konar hluti. Þetta er endalaust. Krakkar að biðjast fyrirgefningar og krakkar að koma til hennar.“ Sjá þeir að sér? „Já, alveg rosalega margir,“ segir Sædís sem óraði ekki fyrir viðbrögðunum sem fylgdu í kjölfarið. „Við bjuggumst engan veginn við þessu. Við vildum bara að þetta hætti. Við vorum komnar með nóg.“ Skólastjóri Hraunvallaskóla sagði í samtali við fréttastofu að málið sé komið í traustan farveg og að það verði unnið með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Ísabella treystir sér enn ekki í skólann og segir Sædís að í næstu viku sé á dagskrá fundur í skólanum og að hún viti til þess að grípa eigi til ráðstafana. Ert þú sátt við þann farveg sem málið fer í? „Ég á eftir að hugsa það betur.“ Eftir sjónvarpsviðtöl við mæðgurnar hafa heyrst gagnrýnisraddir í samfélaginu þar sem það hefur verið dregið í efa að það hafi verði rétt að leyfa Ísabellu að tjá sig um málið. Sædís segir að þetta hafi verið örþrifaráð. Eftir á að hyggja telur þó að þetta hafi verið rétt ákvörðun. „Já, ég held það. Hún vildi gera þetta og það er hennar val. Það má deila um ýmislegt og fólk hefur margar skoðanir en það hafa ekki margir verið í okkar sporum og geta ekki sagt til um hvernig það er.“ Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52 „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Mæðgurnar höfðu fengu sig fullsadda af grófu einelti sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði og stóðu ráðalausar frammi fyrir vandanum. Það var því hálfgert örþrifaráð að mæðgurnar fóru með málið í fjölmiðla. Frásögn Ísabellu hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu vegna stöðu eineltis- og ofbeldismála hér á landi en umfram allt samúð. Fréttastofa náði tali af Sædísi sem sagði að þessi rússíbanareið sé “99,999% jákvæð” líkt og hún komst að orði. „Það bara er verið að senda okkur skilaboð, hringja í okkar og koma til okkar. Fólk hefur gefið henni alls konar hluti. Þetta er endalaust. Krakkar að biðjast fyrirgefningar og krakkar að koma til hennar.“ Sjá þeir að sér? „Já, alveg rosalega margir,“ segir Sædís sem óraði ekki fyrir viðbrögðunum sem fylgdu í kjölfarið. „Við bjuggumst engan veginn við þessu. Við vildum bara að þetta hætti. Við vorum komnar með nóg.“ Skólastjóri Hraunvallaskóla sagði í samtali við fréttastofu að málið sé komið í traustan farveg og að það verði unnið með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Ísabella treystir sér enn ekki í skólann og segir Sædís að í næstu viku sé á dagskrá fundur í skólanum og að hún viti til þess að grípa eigi til ráðstafana. Ert þú sátt við þann farveg sem málið fer í? „Ég á eftir að hugsa það betur.“ Eftir sjónvarpsviðtöl við mæðgurnar hafa heyrst gagnrýnisraddir í samfélaginu þar sem það hefur verið dregið í efa að það hafi verði rétt að leyfa Ísabellu að tjá sig um málið. Sædís segir að þetta hafi verið örþrifaráð. Eftir á að hyggja telur þó að þetta hafi verið rétt ákvörðun. „Já, ég held það. Hún vildi gera þetta og það er hennar val. Það má deila um ýmislegt og fólk hefur margar skoðanir en það hafa ekki margir verið í okkar sporum og geta ekki sagt til um hvernig það er.“
Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52 „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52
„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04