„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Snorri Másson skrifar 20. október 2022 12:15 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Vísir/Arnar Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. Viðtal við Ísabellu Von, tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi eftir einelti af hálfu skólafélaga sinna, hefur vakið nokkurn óhug í samfélaginu. Á fjórða tug nemenda í Hraunvallaskóla eru sagðir hafa verið þátttakendur í grimmilegu einelti sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Foreldrafélag Hraunvallaskóla hefur sett sig í samband við skólastjórnina, stefnt er á fundarhöld við fyrsta tækifæri, og að sögn formanns félagsins hafa foreldrar að undanförnu verið að eiga samtöl við börnin sín. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður foreldrafélags í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. „Þetta samtal er að eiga sér stað og auðvitað er það leiðinlegt að það skuli vera á þessum nótum, út frá þessum neikvæðu fréttum, en þannig er það bara. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður foreldrafélagsins. Stefán segir fólk slegið yfir þessu máli og að nú verði ráðist strax í aðgerðir, en að mikilvægt sé að umræðan sé uppbyggileg. Hraunvallaskóli sé góður skóli þar sem starfsfólk vinni af heilindum þótt horfast þurfi í augu við það að hægt sé að gera betur. Þetta virðist vera umfangsmikið eineltismál. Hvað fer úrskeiðis? Hvernig getur þetta gerst? „Það er mjög góð spurning og einhvers konar kerfislægur vandi sem er að birtast okkur hér núna. Kannski eru málin ekki tekin nægilega alvarlega eða nægilega víðtækt. Kannski óttumst við þessi mál með einhverjum hætti, en þarna þarf ekki bara að vinna með þolandann heldur líka gerandann og kannski stærri hóp,“ segir Stefán, sem segir að málið hafi verið sett í traustan farveg innan skólans. Á sama tíma er hafin söfnun fyrir Ísabellu Von, sem frænka hennar Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir hleypti af stokkunum með færslu á Facebook. Þar segir hún að það gæti reynst þeim mæðgum styrkur á erfiðum tímum að komast til skyldmenna sína í Flórída. Á sama tíma eigi söfnunin að sýna Ísabellu að fólk standi með henni og að hún eigi gott skilið. Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Viðtal við Ísabellu Von, tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi eftir einelti af hálfu skólafélaga sinna, hefur vakið nokkurn óhug í samfélaginu. Á fjórða tug nemenda í Hraunvallaskóla eru sagðir hafa verið þátttakendur í grimmilegu einelti sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Foreldrafélag Hraunvallaskóla hefur sett sig í samband við skólastjórnina, stefnt er á fundarhöld við fyrsta tækifæri, og að sögn formanns félagsins hafa foreldrar að undanförnu verið að eiga samtöl við börnin sín. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður foreldrafélags í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. „Þetta samtal er að eiga sér stað og auðvitað er það leiðinlegt að það skuli vera á þessum nótum, út frá þessum neikvæðu fréttum, en þannig er það bara. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður foreldrafélagsins. Stefán segir fólk slegið yfir þessu máli og að nú verði ráðist strax í aðgerðir, en að mikilvægt sé að umræðan sé uppbyggileg. Hraunvallaskóli sé góður skóli þar sem starfsfólk vinni af heilindum þótt horfast þurfi í augu við það að hægt sé að gera betur. Þetta virðist vera umfangsmikið eineltismál. Hvað fer úrskeiðis? Hvernig getur þetta gerst? „Það er mjög góð spurning og einhvers konar kerfislægur vandi sem er að birtast okkur hér núna. Kannski eru málin ekki tekin nægilega alvarlega eða nægilega víðtækt. Kannski óttumst við þessi mál með einhverjum hætti, en þarna þarf ekki bara að vinna með þolandann heldur líka gerandann og kannski stærri hóp,“ segir Stefán, sem segir að málið hafi verið sett í traustan farveg innan skólans. Á sama tíma er hafin söfnun fyrir Ísabellu Von, sem frænka hennar Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir hleypti af stokkunum með færslu á Facebook. Þar segir hún að það gæti reynst þeim mæðgum styrkur á erfiðum tímum að komast til skyldmenna sína í Flórída. Á sama tíma eigi söfnunin að sýna Ísabellu að fólk standi með henni og að hún eigi gott skilið.
Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04