„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Snorri Másson skrifar 20. október 2022 12:15 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Vísir/Arnar Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. Viðtal við Ísabellu Von, tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi eftir einelti af hálfu skólafélaga sinna, hefur vakið nokkurn óhug í samfélaginu. Á fjórða tug nemenda í Hraunvallaskóla eru sagðir hafa verið þátttakendur í grimmilegu einelti sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Foreldrafélag Hraunvallaskóla hefur sett sig í samband við skólastjórnina, stefnt er á fundarhöld við fyrsta tækifæri, og að sögn formanns félagsins hafa foreldrar að undanförnu verið að eiga samtöl við börnin sín. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður foreldrafélags í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. „Þetta samtal er að eiga sér stað og auðvitað er það leiðinlegt að það skuli vera á þessum nótum, út frá þessum neikvæðu fréttum, en þannig er það bara. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður foreldrafélagsins. Stefán segir fólk slegið yfir þessu máli og að nú verði ráðist strax í aðgerðir, en að mikilvægt sé að umræðan sé uppbyggileg. Hraunvallaskóli sé góður skóli þar sem starfsfólk vinni af heilindum þótt horfast þurfi í augu við það að hægt sé að gera betur. Þetta virðist vera umfangsmikið eineltismál. Hvað fer úrskeiðis? Hvernig getur þetta gerst? „Það er mjög góð spurning og einhvers konar kerfislægur vandi sem er að birtast okkur hér núna. Kannski eru málin ekki tekin nægilega alvarlega eða nægilega víðtækt. Kannski óttumst við þessi mál með einhverjum hætti, en þarna þarf ekki bara að vinna með þolandann heldur líka gerandann og kannski stærri hóp,“ segir Stefán, sem segir að málið hafi verið sett í traustan farveg innan skólans. Á sama tíma er hafin söfnun fyrir Ísabellu Von, sem frænka hennar Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir hleypti af stokkunum með færslu á Facebook. Þar segir hún að það gæti reynst þeim mæðgum styrkur á erfiðum tímum að komast til skyldmenna sína í Flórída. Á sama tíma eigi söfnunin að sýna Ísabellu að fólk standi með henni og að hún eigi gott skilið. Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Viðtal við Ísabellu Von, tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi eftir einelti af hálfu skólafélaga sinna, hefur vakið nokkurn óhug í samfélaginu. Á fjórða tug nemenda í Hraunvallaskóla eru sagðir hafa verið þátttakendur í grimmilegu einelti sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Foreldrafélag Hraunvallaskóla hefur sett sig í samband við skólastjórnina, stefnt er á fundarhöld við fyrsta tækifæri, og að sögn formanns félagsins hafa foreldrar að undanförnu verið að eiga samtöl við börnin sín. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður foreldrafélags í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. „Þetta samtal er að eiga sér stað og auðvitað er það leiðinlegt að það skuli vera á þessum nótum, út frá þessum neikvæðu fréttum, en þannig er það bara. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður foreldrafélagsins. Stefán segir fólk slegið yfir þessu máli og að nú verði ráðist strax í aðgerðir, en að mikilvægt sé að umræðan sé uppbyggileg. Hraunvallaskóli sé góður skóli þar sem starfsfólk vinni af heilindum þótt horfast þurfi í augu við það að hægt sé að gera betur. Þetta virðist vera umfangsmikið eineltismál. Hvað fer úrskeiðis? Hvernig getur þetta gerst? „Það er mjög góð spurning og einhvers konar kerfislægur vandi sem er að birtast okkur hér núna. Kannski eru málin ekki tekin nægilega alvarlega eða nægilega víðtækt. Kannski óttumst við þessi mál með einhverjum hætti, en þarna þarf ekki bara að vinna með þolandann heldur líka gerandann og kannski stærri hóp,“ segir Stefán, sem segir að málið hafi verið sett í traustan farveg innan skólans. Á sama tíma er hafin söfnun fyrir Ísabellu Von, sem frænka hennar Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir hleypti af stokkunum með færslu á Facebook. Þar segir hún að það gæti reynst þeim mæðgum styrkur á erfiðum tímum að komast til skyldmenna sína í Flórída. Á sama tíma eigi söfnunin að sýna Ísabellu að fólk standi með henni og að hún eigi gott skilið.
Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04