Breytt stundatafla að hafa jákvæð áhrif Snorri Másson skrifar 22. október 2022 12:10 Tilraunaverkefnið Kveikjum neistann hófst í Vestmannaeyjum síðasta haust. Grunnskóli Vestmannaeyja Námsárangur barna í fyrsta bekk í Vestmannaeyjum er betri eftir að verkefninu Kveikjum neistann var hleypt af stokkunum fyrir ári síðan, að sögn skólastjóra í Eyjum. Kennsluaðferðum var breytt með margvíslegum hætti. Niðurstöður verkefnisins voru kynntar á fundi í morgun. Haustið 2021 hófst tilraunaverkefnið Kveikjum neistann í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Í meginatriðum fólst það í því að börn í fyrsta bekk fengu öðruvísi stundartöflu en áður. Dagurinn hófst yfirleitt á íþróttum eða hreyfingu. Dagskráin þar á eftir, í stað þess að vera skipt til dæmis niður í íslensku, stærðfræði og listgreinar, var skipt upp í ástríðutíma og þjálfunartíma. Það eru opnari tímar þar sem nemendur fá að ráða meira sjálfir hvað þeir gera. Ástríðutímarnir eru frjálsir listgreina- og sköpunartímar, þar sem nemendur vinna með sitt áhugasvið og þar er leitast við að finna hvað það er sem nemendurnir hafa ástríðu fyrir - sem sagt kveikja neistann eins og þar segir. Þjálfunartímarnir svokölluðu eru tímar sem áður hefðu getað heitið stærðfræði eða íslenska. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri í Eyjum, segir að þjálfunartímarnir séu lykilbreyting. Þar er nemendunum skipt í hópa og þá fara þeir á sínum hraða. „Og fá þar námsefni við hæfi. Þannig að þar fá akkúrat þeir sem þurfa meiri hjálp meiri hjálp, en þeir sem eru á góðri leið og standa sig vel, þeir fá tækifæri til að halda áfram,“ segir Anna Rós í samtali við fréttastofu. Þar að auki einkenndist lestrarkennsla barnanna af aukinni þolinmæði en árangrinum var fylgt þeim mun nánar eftir. „Með þessum leiðum þá voru nemendur orðnir öruggari og þeir höfðu bara meira sjálfstraust í því sem þeir voru að gera,“ segir Anna Rós. Skólastjórinn segir að lærdómurinn af fyrsta árinu sé að slaka eilítið á í kennslunni, að fara rólegar yfir, þannig að kennarar geti verið vissir um að nemendur séu búnir að tileinka sér það sem er verið að kenna. „Kennararnir líka bara lögðu stafina hægar inn en hefur verið gert áður og það er að skila þeim árangri að þau eru bara einhvern veginn að ná þessu betur. Þessi fyrsti árangur, allavega. Við erum bara búin með eitt ár og þetta er tíu ára þróunarverkefni,“ segir Anna Rós. Hermundur Sigmundsson sálfræðingur er á meðal hvatamanna að verkefninu og nemendahópurinn sem var fyrstur til að taka þátt í verkefninu verður rannsakaður vísindalega út skólagönguna. Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira
Haustið 2021 hófst tilraunaverkefnið Kveikjum neistann í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Í meginatriðum fólst það í því að börn í fyrsta bekk fengu öðruvísi stundartöflu en áður. Dagurinn hófst yfirleitt á íþróttum eða hreyfingu. Dagskráin þar á eftir, í stað þess að vera skipt til dæmis niður í íslensku, stærðfræði og listgreinar, var skipt upp í ástríðutíma og þjálfunartíma. Það eru opnari tímar þar sem nemendur fá að ráða meira sjálfir hvað þeir gera. Ástríðutímarnir eru frjálsir listgreina- og sköpunartímar, þar sem nemendur vinna með sitt áhugasvið og þar er leitast við að finna hvað það er sem nemendurnir hafa ástríðu fyrir - sem sagt kveikja neistann eins og þar segir. Þjálfunartímarnir svokölluðu eru tímar sem áður hefðu getað heitið stærðfræði eða íslenska. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri í Eyjum, segir að þjálfunartímarnir séu lykilbreyting. Þar er nemendunum skipt í hópa og þá fara þeir á sínum hraða. „Og fá þar námsefni við hæfi. Þannig að þar fá akkúrat þeir sem þurfa meiri hjálp meiri hjálp, en þeir sem eru á góðri leið og standa sig vel, þeir fá tækifæri til að halda áfram,“ segir Anna Rós í samtali við fréttastofu. Þar að auki einkenndist lestrarkennsla barnanna af aukinni þolinmæði en árangrinum var fylgt þeim mun nánar eftir. „Með þessum leiðum þá voru nemendur orðnir öruggari og þeir höfðu bara meira sjálfstraust í því sem þeir voru að gera,“ segir Anna Rós. Skólastjórinn segir að lærdómurinn af fyrsta árinu sé að slaka eilítið á í kennslunni, að fara rólegar yfir, þannig að kennarar geti verið vissir um að nemendur séu búnir að tileinka sér það sem er verið að kenna. „Kennararnir líka bara lögðu stafina hægar inn en hefur verið gert áður og það er að skila þeim árangri að þau eru bara einhvern veginn að ná þessu betur. Þessi fyrsti árangur, allavega. Við erum bara búin með eitt ár og þetta er tíu ára þróunarverkefni,“ segir Anna Rós. Hermundur Sigmundsson sálfræðingur er á meðal hvatamanna að verkefninu og nemendahópurinn sem var fyrstur til að taka þátt í verkefninu verður rannsakaður vísindalega út skólagönguna.
Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira