Lífið

Upplifði sig týnda og átti fáa vini

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kristín Pétursdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu.
Kristín Pétursdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. Aðsent

„Í grunnskóla var ég algjör mús,“ segir leikkonan, samfélagsmiðlastjarnan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir. Kristín er gestur vikunnar í Einkalífinu á Vísi. Þar ræðir hún meðal annars um skólagöngu sína. „Ég fann mig illa þar,“ segir Kristín.

„Ég upplifði mig pínu týnda í þessum skóla og átti fáa vini, ég dró mig mjög mikið inn í skelina. Ég fór eiginlega alltaf í grunnskóla eftir skóla í strætó til ömmu og afa upp í Hafnarfjörð.“

Hún segir að það hafi verið erfitt að vera einangruð og vinafá á þessum árum.

„Þess vegna var ég ógeðslega góð í skólanum, ég fékk góðar einkunnir og var agaður námsmaður.“

Klippa: Einkalífið - Kristín Pétursdóttir

Fyrsta hlutverkið í menntaskóla

Kristín eignaðist vinkonur eftir að hún flutti í Hafnarfjörð og byrjaði þar einnig í leiklistinni. Þegar Kristín var nýbyrjuð í menntaskóla fékk hún svo sitt fyrsta stóra hlutverk, í bíómyndinni Óróa. 

„Þetta var alveg pínu krefjandi hlutverk, stór mynd á þessum tíma. Maður var að fjalla um viðkvæm málefni.“

Að neðan má sjá stiklu úr Óróa.

Hún var nemandi í Kvennaskólanum og segir að þar hafi ekki verið sveigjanleiki til þess að taka að sér svona stórt og spennandi verkefni.

„Í fyrsta skipti á ævinni féll ég í einhverju fagi,“ útskýrir Kristín. 

„Mér fannst svo ósanngjarnt að bekkjarsystir mín sem var að æfa skíði fékk undanþágu fyrir öllu.“

Hún ákvað því að hætta í skólanum. 

Í þættinum hér að ofan talar Kristín einnig um sambandsslitin við Binna Löve, foreldrahlutverkið, samfélagsmiðlana, fjölskyldu sína, heimilið, ferilinn, af hverju hún var klippt út úr LXS raunveruleikaþáttunum og margt fleira. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×