Lífið

Guð­rún Sørt­veit eignaðist „drauma­dreng“

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Guðrún Helga Sørtveit, förðunarfræðingur eignaðist sitt annað barn 12. október síðastliðinn.
Guðrún Helga Sørtveit, förðunarfræðingur eignaðist sitt annað barn 12. október síðastliðinn. Vísir/Vilhelm

Guðrún Helga Sørtveit, förðunarfræðingur með meiru eignaðist sitt annað barn með kærasta sínum Steinari Erni Gunnarssyni, þann 12. október síðastliðinn. Guðrún deildi mynd af drengnum sem parið eignaðist á Instagram fyrr í dag og segir hann hafa mætt „með hraði.“

Guðrún greindi frá óléttunni með fylgjendum sínum snemma í apríl á þessu ári en fyrir á parið eina dóttur sem fæddist þann 14. febrúar árið 2020.

Áður en Guðrún varð ófrísk af dóttur sinni lenti hún í því að vera með utanlegsfóstur og var hætt komin vegna þess. Í kjölfarið þurfi að fjarlægra annan eggjaleiðara Guðrúnar og voru það því miklar gleðifréttir þegar hún varð ófrísk af dóttur sinni.

Guðrún er með rúmlega 16 þúsund fylgjendur á Instagram og hafa þeir getað fylgst með óléttubumbu hennar stækka eftir því sem tímanum hefur liðið. Allt frá því að hún tilkynnti óléttuna með mynd af dóttur sinni og sónarmynd þann 3. apríl síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Guðrún Helga Sørtveit á von á öðru barni

Trendnet bloggarinn og förðunarfræðingurinn Guðrún Helga Sørtveit á von á sínu öðru barni með kærasta sínum Steinari Erni Gunnarssyni. Guðrún sagði frá þessum gleðifréttum á Instagram í dag. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×