Íhuga að halda fegurðarsamkeppni á Íslandi fyrir konur í stærri stærðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2022 22:00 Á lokakvöldi keppninnar. Í Japan var haldin á dögunum fegurðarsamkeppnin Today’s Woman fyrir konur í stærri stærðum. Íslensk stúlka sem starfaði við keppnina segir að hugsanlega verði hún haldin á Íslandi í náinni framtíð. „Japan er land með djúpar rætur í hefðum sínum, en þrátt fyrir það er alltaf möguleiki fyrir nýjar og spennandi hugmynd,“ segir Thelma Heimisdóttir í samtali við Vísi. „Konur 18 ára og eldri voru gjaldgengar. Þetta er fyrsta fegurðarsamkeppni sinnar tegundar sem haldin hefur verið í Japan, en hún var sett saman og framkvæmd af Steven Haynes,“ segir Thelma. „Steven Haynes er Bandaríkjamaður sem hefur búið í Japan í yfir 20 ár. Þar starfar hann sem dansari, módel, leikari og framkvæmdastjóri fyrir fegurðarsamkeppnina Supranational. Hann tók þá ákvörðun að setja saman keppni fyrir konur í stærri stærðum þegar hann áttaði sig á því að allar fegurðarsamkeppnir sem hann hafði komið nálægt voru aðeins fyrir konur í „einni“ stærð. Thelma Heimisdótttir „Í byrjun héldu sumir að þetta væri svik eða plat. Margir spurðu mig af hverju ég væri að búa til þessa keppni því konur yfirstærð væru ekkert aðlagandi. Ég trúði því ekki sem ég heyrði og ákvað að gera eitthvað í málinu. Allir eiga rétt á að tilheyra samfélaginu,” segir Steven um keppnina. Hann segir að þetta hafi verið mikilvæg keppni fyrir konurnar sem tóku þátt. Opnað dyr fyrir þær sem hefðu aldrei opnast og gefið þeim rödd sem loksins er hlustað á. Sigurvegarar í ár voru þær Diana L. Barr (Elegant Class) og Chihiro Kise (Sophisticated Class). Steven Haynes „Þessi keppni hjálpaði mér að sjá að ég er einhvers virði, nákvæmlega eins og ég er. Ekki þegar ég er mjórri, léttari eða klæðist minni stærðum, heldur sú kona sem ég er núna. Nú get ég miklu fremur haft jákvæð áhrif; ég get sýnt öðrum að þær eru líka einhvers virði í dag: hvar sem þær eru, hvernig sem þær eru og hverjar þær eru,“ sagði Diana um keppnina. Thelma segir að margar japanskar konur finni fyrir mikilli pressu til að halda sér grönnum. Chihiro Kise segir að þessi keppni muni örugglega hafa mikil áhrif. Hún er mjög ánægð með að keppninni var komið á fót í Japan þar sem fólk ber sig oft saman við aðra og leggur áherslu á samvinnu. Hún hefur heyrt af bæði neikvæðum og jákvæðum viðbrögðum af keppninni. Sigurvegarar keppninnar í Japan. „Þegar samfélagið fer í gegnum breytingar þá heyrist mikið í þeim sem gagnrýna breytingar. Hún segir að keppnin hafi ekki bara góð áhrif á konur í yfirstærð, heldur allar konur. Hún hefur fengið mörg skilaboð á Instagram frá alls konar konum sem segjast hafa lært að taka eftir sinni eigin fegurð án þess að vera bera sig stöðugt saman við aðrar,“ segir Thelma. „Keppnin mun verða haldin á Hawaii á næsta ári, en Steven vonast til þess að geta komið með hana til Evrópu sem fyrst og þá byrja á Íslandi. En það veltur á því hvort konur á Íslandi hafi áhuga á að taka þátt,“ segir Thelma að lokum. Japan Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Lífið samstarf „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Lífið Fleiri fréttir Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Missti báða foreldra sína í vikunni Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Sjá meira
„Japan er land með djúpar rætur í hefðum sínum, en þrátt fyrir það er alltaf möguleiki fyrir nýjar og spennandi hugmynd,“ segir Thelma Heimisdóttir í samtali við Vísi. „Konur 18 ára og eldri voru gjaldgengar. Þetta er fyrsta fegurðarsamkeppni sinnar tegundar sem haldin hefur verið í Japan, en hún var sett saman og framkvæmd af Steven Haynes,“ segir Thelma. „Steven Haynes er Bandaríkjamaður sem hefur búið í Japan í yfir 20 ár. Þar starfar hann sem dansari, módel, leikari og framkvæmdastjóri fyrir fegurðarsamkeppnina Supranational. Hann tók þá ákvörðun að setja saman keppni fyrir konur í stærri stærðum þegar hann áttaði sig á því að allar fegurðarsamkeppnir sem hann hafði komið nálægt voru aðeins fyrir konur í „einni“ stærð. Thelma Heimisdótttir „Í byrjun héldu sumir að þetta væri svik eða plat. Margir spurðu mig af hverju ég væri að búa til þessa keppni því konur yfirstærð væru ekkert aðlagandi. Ég trúði því ekki sem ég heyrði og ákvað að gera eitthvað í málinu. Allir eiga rétt á að tilheyra samfélaginu,” segir Steven um keppnina. Hann segir að þetta hafi verið mikilvæg keppni fyrir konurnar sem tóku þátt. Opnað dyr fyrir þær sem hefðu aldrei opnast og gefið þeim rödd sem loksins er hlustað á. Sigurvegarar í ár voru þær Diana L. Barr (Elegant Class) og Chihiro Kise (Sophisticated Class). Steven Haynes „Þessi keppni hjálpaði mér að sjá að ég er einhvers virði, nákvæmlega eins og ég er. Ekki þegar ég er mjórri, léttari eða klæðist minni stærðum, heldur sú kona sem ég er núna. Nú get ég miklu fremur haft jákvæð áhrif; ég get sýnt öðrum að þær eru líka einhvers virði í dag: hvar sem þær eru, hvernig sem þær eru og hverjar þær eru,“ sagði Diana um keppnina. Thelma segir að margar japanskar konur finni fyrir mikilli pressu til að halda sér grönnum. Chihiro Kise segir að þessi keppni muni örugglega hafa mikil áhrif. Hún er mjög ánægð með að keppninni var komið á fót í Japan þar sem fólk ber sig oft saman við aðra og leggur áherslu á samvinnu. Hún hefur heyrt af bæði neikvæðum og jákvæðum viðbrögðum af keppninni. Sigurvegarar keppninnar í Japan. „Þegar samfélagið fer í gegnum breytingar þá heyrist mikið í þeim sem gagnrýna breytingar. Hún segir að keppnin hafi ekki bara góð áhrif á konur í yfirstærð, heldur allar konur. Hún hefur fengið mörg skilaboð á Instagram frá alls konar konum sem segjast hafa lært að taka eftir sinni eigin fegurð án þess að vera bera sig stöðugt saman við aðrar,“ segir Thelma. „Keppnin mun verða haldin á Hawaii á næsta ári, en Steven vonast til þess að geta komið með hana til Evrópu sem fyrst og þá byrja á Íslandi. En það veltur á því hvort konur á Íslandi hafi áhuga á að taka þátt,“ segir Thelma að lokum.
Japan Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Lífið samstarf „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Lífið Fleiri fréttir Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Missti báða foreldra sína í vikunni Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Sjá meira