Hamingjuóskum rignir yfir pabba Miley Cyrus Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. október 2022 15:01 Hamingjuóskum rignir yfir þau Billy Ray Cyrus og Firerose eftir að þau birtu þessa mynd á Instagram í gær. Instagram Kántrýstjarnan Billy Ray Cyrus virðist vera tilbúinn að festa ráð sitt með ungu söngkonunni Firerose, ef marka má nýja mynd sem parið birti á Instagram í gær. Parið hittist fyrst fyrir tíu árum síðan á tökustað Hannah Montana, þar sem Billy lék á móti dóttur sinni Miley Cyrus. Þá hefur Firerose sagt að hún hafi síðan þá álitið Billy sem lærifaðir og félaga. Á síðasta ári má segja að Firerose og Billy hafi endurnýjað kynnin fyrir alvöru þegar þau gáfu saman út lagið New Day. Það var þó ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem parið tilkynnti um ástarsamband sitt á Instagram. Sjá: Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Miklar getgátur hafa verið uppi um það hvort parið hafi trúlofað sig, eftir að sást glitta í demantshring á vinstri baugfingri Firerose fyrir um mánuði síðan. Það var svo í gær sem parið birti mynd af sér saman þar sem má segja að demantshringurinn hafi verið í aðalhlutverki. Hamingjuóskum hefur rignt yfir parið í athugasemdum undir myndinni. Þau hafa þó hvorugt staðfest trúlofunina, en ein mynd segir oft meira en þúsund orð. View this post on Instagram A post shared by Billy Ray Cyrus (@billyraycyrus) Firerose er frá Ástralíu og hefur skapað sér nafn sem söngkona á síðustu árum. Billy Ray er þekktur í kántrýheiminum en hann er þekktastur fyrir lögin Achy Breaky Heart og Old Town Road. Töluverður aldursmunur er á parinu, en Billy Ray er sextíu og eins árs gamall. Nákvæmur aldur Firerose er ókunnur en hún er talin vera á þrítugsaldri. Þess má geta að Miley Cyrus, dóttir Billy, verður þrítug á árinu. Billy var áður giftur Tish Cyrus. Tish sótti um skilnað í apríl á þessu ári eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Þá höfðu þau þó verið skilin að borði og sæng í tvö ár. Hollywood Tengdar fréttir Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað. 3. október 2022 18:30 Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Parið hittist fyrst fyrir tíu árum síðan á tökustað Hannah Montana, þar sem Billy lék á móti dóttur sinni Miley Cyrus. Þá hefur Firerose sagt að hún hafi síðan þá álitið Billy sem lærifaðir og félaga. Á síðasta ári má segja að Firerose og Billy hafi endurnýjað kynnin fyrir alvöru þegar þau gáfu saman út lagið New Day. Það var þó ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem parið tilkynnti um ástarsamband sitt á Instagram. Sjá: Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Miklar getgátur hafa verið uppi um það hvort parið hafi trúlofað sig, eftir að sást glitta í demantshring á vinstri baugfingri Firerose fyrir um mánuði síðan. Það var svo í gær sem parið birti mynd af sér saman þar sem má segja að demantshringurinn hafi verið í aðalhlutverki. Hamingjuóskum hefur rignt yfir parið í athugasemdum undir myndinni. Þau hafa þó hvorugt staðfest trúlofunina, en ein mynd segir oft meira en þúsund orð. View this post on Instagram A post shared by Billy Ray Cyrus (@billyraycyrus) Firerose er frá Ástralíu og hefur skapað sér nafn sem söngkona á síðustu árum. Billy Ray er þekktur í kántrýheiminum en hann er þekktastur fyrir lögin Achy Breaky Heart og Old Town Road. Töluverður aldursmunur er á parinu, en Billy Ray er sextíu og eins árs gamall. Nákvæmur aldur Firerose er ókunnur en hún er talin vera á þrítugsaldri. Þess má geta að Miley Cyrus, dóttir Billy, verður þrítug á árinu. Billy var áður giftur Tish Cyrus. Tish sótti um skilnað í apríl á þessu ári eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Þá höfðu þau þó verið skilin að borði og sæng í tvö ár.
Hollywood Tengdar fréttir Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað. 3. október 2022 18:30 Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað. 3. október 2022 18:30
Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30