Hamingjuóskum rignir yfir pabba Miley Cyrus Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. október 2022 15:01 Hamingjuóskum rignir yfir þau Billy Ray Cyrus og Firerose eftir að þau birtu þessa mynd á Instagram í gær. Instagram Kántrýstjarnan Billy Ray Cyrus virðist vera tilbúinn að festa ráð sitt með ungu söngkonunni Firerose, ef marka má nýja mynd sem parið birti á Instagram í gær. Parið hittist fyrst fyrir tíu árum síðan á tökustað Hannah Montana, þar sem Billy lék á móti dóttur sinni Miley Cyrus. Þá hefur Firerose sagt að hún hafi síðan þá álitið Billy sem lærifaðir og félaga. Á síðasta ári má segja að Firerose og Billy hafi endurnýjað kynnin fyrir alvöru þegar þau gáfu saman út lagið New Day. Það var þó ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem parið tilkynnti um ástarsamband sitt á Instagram. Sjá: Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Miklar getgátur hafa verið uppi um það hvort parið hafi trúlofað sig, eftir að sást glitta í demantshring á vinstri baugfingri Firerose fyrir um mánuði síðan. Það var svo í gær sem parið birti mynd af sér saman þar sem má segja að demantshringurinn hafi verið í aðalhlutverki. Hamingjuóskum hefur rignt yfir parið í athugasemdum undir myndinni. Þau hafa þó hvorugt staðfest trúlofunina, en ein mynd segir oft meira en þúsund orð. View this post on Instagram A post shared by Billy Ray Cyrus (@billyraycyrus) Firerose er frá Ástralíu og hefur skapað sér nafn sem söngkona á síðustu árum. Billy Ray er þekktur í kántrýheiminum en hann er þekktastur fyrir lögin Achy Breaky Heart og Old Town Road. Töluverður aldursmunur er á parinu, en Billy Ray er sextíu og eins árs gamall. Nákvæmur aldur Firerose er ókunnur en hún er talin vera á þrítugsaldri. Þess má geta að Miley Cyrus, dóttir Billy, verður þrítug á árinu. Billy var áður giftur Tish Cyrus. Tish sótti um skilnað í apríl á þessu ári eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Þá höfðu þau þó verið skilin að borði og sæng í tvö ár. Hollywood Tengdar fréttir Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað. 3. október 2022 18:30 Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Parið hittist fyrst fyrir tíu árum síðan á tökustað Hannah Montana, þar sem Billy lék á móti dóttur sinni Miley Cyrus. Þá hefur Firerose sagt að hún hafi síðan þá álitið Billy sem lærifaðir og félaga. Á síðasta ári má segja að Firerose og Billy hafi endurnýjað kynnin fyrir alvöru þegar þau gáfu saman út lagið New Day. Það var þó ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem parið tilkynnti um ástarsamband sitt á Instagram. Sjá: Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Miklar getgátur hafa verið uppi um það hvort parið hafi trúlofað sig, eftir að sást glitta í demantshring á vinstri baugfingri Firerose fyrir um mánuði síðan. Það var svo í gær sem parið birti mynd af sér saman þar sem má segja að demantshringurinn hafi verið í aðalhlutverki. Hamingjuóskum hefur rignt yfir parið í athugasemdum undir myndinni. Þau hafa þó hvorugt staðfest trúlofunina, en ein mynd segir oft meira en þúsund orð. View this post on Instagram A post shared by Billy Ray Cyrus (@billyraycyrus) Firerose er frá Ástralíu og hefur skapað sér nafn sem söngkona á síðustu árum. Billy Ray er þekktur í kántrýheiminum en hann er þekktastur fyrir lögin Achy Breaky Heart og Old Town Road. Töluverður aldursmunur er á parinu, en Billy Ray er sextíu og eins árs gamall. Nákvæmur aldur Firerose er ókunnur en hún er talin vera á þrítugsaldri. Þess má geta að Miley Cyrus, dóttir Billy, verður þrítug á árinu. Billy var áður giftur Tish Cyrus. Tish sótti um skilnað í apríl á þessu ári eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Þá höfðu þau þó verið skilin að borði og sæng í tvö ár.
Hollywood Tengdar fréttir Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað. 3. október 2022 18:30 Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað. 3. október 2022 18:30
Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30