Fótbolti

Birkir með bandið í öruggum bikarsigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor unnu afar öruggan sigur í kvöld.
Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor unnu afar öruggan sigur í kvöld. Getty Images

Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor eru komnir áfram í 4. umferð tyrknesku bikarkeppninnar eftir öruggan 5-0 sigur gegn C-deildarliði Adiyaman FK í kvöld.

Heimamenn í Adana Demirspor voru taldir mun sigurstranglegri fyrir leikinn, enda leikur liðið í tyrknesku úrvalsdeildinni, en gestirnir í C-deild.

Birkir bar fyrirliðaband heimamanna í kvöld, en liðið náði forystunni á seinustu mínútu fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Heimamenn bættu svo fjórum mörkum við í síðari hálfleik og unnu því öruggan 5-0 sigur og eru á leið í 4. umferð tyrknesku bikarkeppninnar.

birkir bjarnason
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.