Föst í jeppling í á þriðja sólarhring á jeppaslóða á Vestfjörðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 09:56 Mynd frá verkefni Dagrenningar í september síðastliðnum. Dagrenning Tveir Íslendingar um þrítugt voru kaldir og nokkuð skelkaðir þegar björgunarsveitarfólk frá Dagrenningu á Hólmavík keyrði fram á jeppling þeirra á jeppaslóða á Kollafjarðarheiði. Þeirra hafði verið saknað í á þriðja sólarhring. Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað. Ekki hafði heyrst frá því síðan síðdegis á föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lá fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Kollafjarðarheiði er vegur F66, jeppaslóði sem er aðeins fær á sumrin.Vísir/Hjalti Í tilkynningu frá lögreglu segir að þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Björgunarsveitir sendar á sumarslóða Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Það var svo rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi sem björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík tilkynnti að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Skynsamlegt að halda kyrru fyrir „Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni,“ segir í tilkynningu lögreglu. Úlfar Örn Hjartarson, varaformaður Dagrenningar, segir jepplingur fólksins hafi verið fastur á heiðinni. Tveir Íslendingar í kringum þrítugt hafi verið um borð. Ástand þeirra hafi verið tiltölulega gott að öðru leyti en því að fólkið hafi verið nokkuð skelkað og kalt. Kollafjarðarheiði liggur frá Kollafirði í Barðastrandarsýslu yfir á Ísafjörð í Djúpinu, vegur F66. Um er að ræða jeppaslóða sem aðeins er fær á sumrin. Úlfar Örn segir alltaf mjög góða tilfinningu þegar verkefni á borð við þetta endi vel. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að fimm hefðu verið í bílnum. Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit. Strandabyggð Björgunarsveitir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað. Ekki hafði heyrst frá því síðan síðdegis á föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lá fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Kollafjarðarheiði er vegur F66, jeppaslóði sem er aðeins fær á sumrin.Vísir/Hjalti Í tilkynningu frá lögreglu segir að þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Björgunarsveitir sendar á sumarslóða Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Það var svo rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi sem björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík tilkynnti að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Skynsamlegt að halda kyrru fyrir „Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni,“ segir í tilkynningu lögreglu. Úlfar Örn Hjartarson, varaformaður Dagrenningar, segir jepplingur fólksins hafi verið fastur á heiðinni. Tveir Íslendingar í kringum þrítugt hafi verið um borð. Ástand þeirra hafi verið tiltölulega gott að öðru leyti en því að fólkið hafi verið nokkuð skelkað og kalt. Kollafjarðarheiði liggur frá Kollafirði í Barðastrandarsýslu yfir á Ísafjörð í Djúpinu, vegur F66. Um er að ræða jeppaslóða sem aðeins er fær á sumrin. Úlfar Örn segir alltaf mjög góða tilfinningu þegar verkefni á borð við þetta endi vel. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að fimm hefðu verið í bílnum. Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit.
Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit.
Strandabyggð Björgunarsveitir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira