Föst í jeppling í á þriðja sólarhring á jeppaslóða á Vestfjörðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 09:56 Mynd frá verkefni Dagrenningar í september síðastliðnum. Dagrenning Tveir Íslendingar um þrítugt voru kaldir og nokkuð skelkaðir þegar björgunarsveitarfólk frá Dagrenningu á Hólmavík keyrði fram á jeppling þeirra á jeppaslóða á Kollafjarðarheiði. Þeirra hafði verið saknað í á þriðja sólarhring. Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað. Ekki hafði heyrst frá því síðan síðdegis á föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lá fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Kollafjarðarheiði er vegur F66, jeppaslóði sem er aðeins fær á sumrin.Vísir/Hjalti Í tilkynningu frá lögreglu segir að þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Björgunarsveitir sendar á sumarslóða Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Það var svo rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi sem björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík tilkynnti að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Skynsamlegt að halda kyrru fyrir „Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni,“ segir í tilkynningu lögreglu. Úlfar Örn Hjartarson, varaformaður Dagrenningar, segir jepplingur fólksins hafi verið fastur á heiðinni. Tveir Íslendingar í kringum þrítugt hafi verið um borð. Ástand þeirra hafi verið tiltölulega gott að öðru leyti en því að fólkið hafi verið nokkuð skelkað og kalt. Kollafjarðarheiði liggur frá Kollafirði í Barðastrandarsýslu yfir á Ísafjörð í Djúpinu, vegur F66. Um er að ræða jeppaslóða sem aðeins er fær á sumrin. Úlfar Örn segir alltaf mjög góða tilfinningu þegar verkefni á borð við þetta endi vel. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að fimm hefðu verið í bílnum. Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit. Strandabyggð Björgunarsveitir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað. Ekki hafði heyrst frá því síðan síðdegis á föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lá fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Kollafjarðarheiði er vegur F66, jeppaslóði sem er aðeins fær á sumrin.Vísir/Hjalti Í tilkynningu frá lögreglu segir að þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Björgunarsveitir sendar á sumarslóða Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Það var svo rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi sem björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík tilkynnti að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Skynsamlegt að halda kyrru fyrir „Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni,“ segir í tilkynningu lögreglu. Úlfar Örn Hjartarson, varaformaður Dagrenningar, segir jepplingur fólksins hafi verið fastur á heiðinni. Tveir Íslendingar í kringum þrítugt hafi verið um borð. Ástand þeirra hafi verið tiltölulega gott að öðru leyti en því að fólkið hafi verið nokkuð skelkað og kalt. Kollafjarðarheiði liggur frá Kollafirði í Barðastrandarsýslu yfir á Ísafjörð í Djúpinu, vegur F66. Um er að ræða jeppaslóða sem aðeins er fær á sumrin. Úlfar Örn segir alltaf mjög góða tilfinningu þegar verkefni á borð við þetta endi vel. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að fimm hefðu verið í bílnum. Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit.
Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit.
Strandabyggð Björgunarsveitir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira