Innlent

Bíllinn hafnaði ofan í grýttri fjöru

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sjúkraflugvélin varð frá að hverfa vegna veðurs.
Sjúkraflugvélin varð frá að hverfa vegna veðurs. Vísir/Vilhelm

Umferðarslys varð úti í Grímsey í gærkvöldi þegar bíll fór út af vegi við Grímseyjarhöfn. Bíllinn endaði ofan í grýttri fjöru en slæmt veður var á vettvangi.

Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar en vegna veðurs varð sjúkraflugvél Mýflugs frá að hverfa. Þyrlan lenti í Grímsey upp úr klukkan hálf tvö í nótt og var ökumaður fluttur á bráðamóttöku.

Ökumaðurinn var einn í bílnum og ekki er vitað um meiðsl að svo stöddu. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×