Umdeild reglugerð ráðherra um fjölda barna á leikskólum sett á bið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. október 2022 12:18 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir fjölmargar áskoranir blasa við í málaflokknum. Vísir/Einar Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. Breytingin var kynnt í samráðsgátt fyrr á árinu en hún vakti hörð viðbrögð og urðu umsagnirnar alls 136 talsins, heilt yfir afar neikvæðar. Í breytingunni eins og hún var kynnt fólst að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skyldi tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitastjórnar en að sveitastjórnir skyldu taka ákvörðun ef til ágreinings kæmi. Leikskólastjóri sagði í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði að breytingin væri aðför að leikskólastjórnendum og óttaðist að sveitarfélögin myndu með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna. „Við höfum bara verið að hlusta á þær athugasemdir sem hafa komið, sem eru fjölmargar, og raunar líka tekið samhliða ákvörðun um að við ætlum að taka þessi mál í svolítið stærra samhengi. Þannig þessi reglugerð hefur verið sett á bið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu mála. „Við erum að undirbúa samtal sem að við þurfum að taka um þennan aldur, það er að segja á breiðari grunni, tengja þar saman sveitarfélög, leikskólasamfélagið , hagsmuni barnanna, vinnumarkaðinn, jafnréttismálin, vegna þess að það eru fjölmargar áskoranir þarna sem að ég held að við þurfum svona heildstæða nálgun til þess að taka á,“ segir hann enn fremur. Vill taka stærri skref en áður Í samfélaginu hafi myndast jarðvegur fyrir breiðari umræðu og telur ráðherrann að leiða þurfi saman ólík sjónarmið. Gagnrýni hafi að hluta til verið ástæða þess að reglugerðin hafi verið sett á bið en aðrir þættir spili sömuleiðis inn í. „Ég held að við þurfum bara stærri breytingar en voru undir í þessari reglugerð og það er svolítið það sem við erum að undirbúa, að fara í stærra samtal. Við stefnum á það núna á leikskólaþingi á haustdögum að kalla alla ólíka hópa að og kannski að hugsa þetta ekki í svona litlum skrefum, heldur að fara mögulega í stærri skref þarna og erum að eiga samtal við ólíka aðila um það þessa dagana,“ segir Ásmundur. Ríkisvaldið hafi í látið málaflokkinn afskiptalausan í nokkurn tíma og eftir standi ýmsar áskoranir þar sem leita þurfi lausna, sem þau ætli nú að gera. Samtal um þau mál muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. „Þetta er allt saman eitthvað sem við þurfum að eiga samtal um og ég held að sé löngu tímabært,“ segir Ásmundur. Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Breytingin var kynnt í samráðsgátt fyrr á árinu en hún vakti hörð viðbrögð og urðu umsagnirnar alls 136 talsins, heilt yfir afar neikvæðar. Í breytingunni eins og hún var kynnt fólst að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skyldi tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitastjórnar en að sveitastjórnir skyldu taka ákvörðun ef til ágreinings kæmi. Leikskólastjóri sagði í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði að breytingin væri aðför að leikskólastjórnendum og óttaðist að sveitarfélögin myndu með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna. „Við höfum bara verið að hlusta á þær athugasemdir sem hafa komið, sem eru fjölmargar, og raunar líka tekið samhliða ákvörðun um að við ætlum að taka þessi mál í svolítið stærra samhengi. Þannig þessi reglugerð hefur verið sett á bið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu mála. „Við erum að undirbúa samtal sem að við þurfum að taka um þennan aldur, það er að segja á breiðari grunni, tengja þar saman sveitarfélög, leikskólasamfélagið , hagsmuni barnanna, vinnumarkaðinn, jafnréttismálin, vegna þess að það eru fjölmargar áskoranir þarna sem að ég held að við þurfum svona heildstæða nálgun til þess að taka á,“ segir hann enn fremur. Vill taka stærri skref en áður Í samfélaginu hafi myndast jarðvegur fyrir breiðari umræðu og telur ráðherrann að leiða þurfi saman ólík sjónarmið. Gagnrýni hafi að hluta til verið ástæða þess að reglugerðin hafi verið sett á bið en aðrir þættir spili sömuleiðis inn í. „Ég held að við þurfum bara stærri breytingar en voru undir í þessari reglugerð og það er svolítið það sem við erum að undirbúa, að fara í stærra samtal. Við stefnum á það núna á leikskólaþingi á haustdögum að kalla alla ólíka hópa að og kannski að hugsa þetta ekki í svona litlum skrefum, heldur að fara mögulega í stærri skref þarna og erum að eiga samtal við ólíka aðila um það þessa dagana,“ segir Ásmundur. Ríkisvaldið hafi í látið málaflokkinn afskiptalausan í nokkurn tíma og eftir standi ýmsar áskoranir þar sem leita þurfi lausna, sem þau ætli nú að gera. Samtal um þau mál muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. „Þetta er allt saman eitthvað sem við þurfum að eiga samtal um og ég held að sé löngu tímabært,“ segir Ásmundur.
Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52
Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42
Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37