Leitar skýringa á halla vegna þjónustu við fatlað fólk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 15:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, vill sveitarfélögin í lið með sér í leit að lausnum og skýringum. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að ríki og sveitarfélög þurfi í sameiningu að leita skýringa og lausna vegna fjárhagslegs halla við þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð. Guðmundur Ingi ávarpaði fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Ráðherra fagnaði því að fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð væri til umræðu. Um leið undirstrikaði hann þann mikla fjárhagslega halla sem væri á þjónustu við málaflokkinn hjá sveitarfélögum. Það væri alvarleg staða sem ríki og sveitarfélög þyrftu að takast á við í sameiningu. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála á Facebook í gær. Fleiri sveitarstjórar hafa talað á svipuðum nótum. „Það er ljóst að flutningur á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga hefur ekki gengið sem skyldi. Vanfjármögnum málaflokksins er ein megin orsök fjárhagsvanda sveitarfélaga í landinu. Nú er tilefni að mínu mati til að skoða hvort ekki sé heillavænlegast að ríkið taki aftur við málaflokknum,“ sagði Rósa. Guðmundur Ingi segir að í sameiningu leiti nú ríki og sveitarfélög skýringa. Fram kom í máli hans að starfshópur sem hann hefði skipað í upphafi sumars ætti að skila tillögum að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga á grundvelli kortlagningar og rýni sem hópnum væri jafnframt falið að vinna. Ráðherra hefði óskað eftir því að fyrstu tillögur hópsins lægju fyrir í desember næstkomandi. Guðmundur Ingi minnti sömuleiðis á að stórir hlutir væru í farvatninu í málaflokknum, enda væri kveðið á um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Vinna við gerð framkvæmdaáætlunar, eða landsáætlunar, á grundvelli samningsins væri að hefjast í þessum mánuði. „Við eigum enn þá talsvert langt í land með að jafna tækifæri fatlaðs fólks á við ófatlað fólk. Tækifæri til mennta eru færri. Möguleikar á vinnumarkaði eru minni. En á sama tíma er framlag fatlaðs fólks til samfélagsins meira en við gerum okkur oft grein fyrir,“ sagði hann. „Meiri fjölbreytileika fylgir opnara, manneskjulegra og betra samfélag. Vanmetum ekki kraftinn í fötluðu fólki og framlagi þess og hjálpumst að við það á næstu árum að tryggja full mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Inga á vef Stjórnarráðsins. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Guðmundur Ingi ávarpaði fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Ráðherra fagnaði því að fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð væri til umræðu. Um leið undirstrikaði hann þann mikla fjárhagslega halla sem væri á þjónustu við málaflokkinn hjá sveitarfélögum. Það væri alvarleg staða sem ríki og sveitarfélög þyrftu að takast á við í sameiningu. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála á Facebook í gær. Fleiri sveitarstjórar hafa talað á svipuðum nótum. „Það er ljóst að flutningur á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga hefur ekki gengið sem skyldi. Vanfjármögnum málaflokksins er ein megin orsök fjárhagsvanda sveitarfélaga í landinu. Nú er tilefni að mínu mati til að skoða hvort ekki sé heillavænlegast að ríkið taki aftur við málaflokknum,“ sagði Rósa. Guðmundur Ingi segir að í sameiningu leiti nú ríki og sveitarfélög skýringa. Fram kom í máli hans að starfshópur sem hann hefði skipað í upphafi sumars ætti að skila tillögum að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga á grundvelli kortlagningar og rýni sem hópnum væri jafnframt falið að vinna. Ráðherra hefði óskað eftir því að fyrstu tillögur hópsins lægju fyrir í desember næstkomandi. Guðmundur Ingi minnti sömuleiðis á að stórir hlutir væru í farvatninu í málaflokknum, enda væri kveðið á um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Vinna við gerð framkvæmdaáætlunar, eða landsáætlunar, á grundvelli samningsins væri að hefjast í þessum mánuði. „Við eigum enn þá talsvert langt í land með að jafna tækifæri fatlaðs fólks á við ófatlað fólk. Tækifæri til mennta eru færri. Möguleikar á vinnumarkaði eru minni. En á sama tíma er framlag fatlaðs fólks til samfélagsins meira en við gerum okkur oft grein fyrir,“ sagði hann. „Meiri fjölbreytileika fylgir opnara, manneskjulegra og betra samfélag. Vanmetum ekki kraftinn í fötluðu fólki og framlagi þess og hjálpumst að við það á næstu árum að tryggja full mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Inga á vef Stjórnarráðsins.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira