Fótbolti

Akurnesingur svífur um á bleiku skýi í treyju númer sex

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heldur betur bjart ljós í myrkrinu að fá treyju frá hetjunni sinni.
Heldur betur bjart ljós í myrkrinu að fá treyju frá hetjunni sinni. Kristín Minney

Þrátt fyrir gríðarleg vonbrigði leikmanna kvennalandsliðsins eftir tap í Portúgal á þriðjudaginn gáfu landsliðskonurnar sér tíma, þegar tárin voru þornuð, og sinntu hörðustu aðdáendum sínum.

Vísir hefur þegar sagt frá óvæntri gjöf sem ungur KR-ingur fékk frá Glódísi Perlu Viggósdóttur á flugvellinum í Porto. Það voru þó fleiri landsliðskonur sem glöddu ungar stúlkur.

Um 250 Íslendingar voru í stúkunni og þar af var stór hluti ungir iðkendur, langflestar stelpur. Þeirra á meðal Stefanía Rakel Engilbertsdóttir, leikmaður í fimmta flokki ÍA.

Stefnía Rakel fékk treyju miðvarðarins frá Grindavík, Ingibjargar Sigurðardóttur, að gjöf í stúkunni. Sú unga og efnilega svífur um á bleiku skýi að sögn móðurinnar Kristínar Minneyjar Pétursdóttur.

Sveindís Jane áritar derhúfu fyrir Stefaníu.Kristín Minney

Þær mæðgur voru hluti af hópi Skagamanna sem skellti sér í hópferð Icelandair á þriðjudaginn. Miðað við áhugann á Skaganum hlýtur að styttast í að Skagamær klæðist landsliðstreyjunni og spili með A-landsliðinu.

Skagamenn skora ekki bara mörkin því þeir elta líka kvennalandsliðið í lykilleik í Portúgal.

Fleiri landsliðskonur glöddu ung hjörtu í Portúgal, gáfu treyjur sínar, sátu fyrir á myndum eða rituðu nöfn sín á derhúfur.

Glódís Perla stillti sér upp á myndi með StefaníuKristín Minney
Stefanía með margáritaða derhúfu og forseta Íslands.Kristín Minney

Tengdar fréttir

Skroppið til Portúgal í bjór og sól en engan farseðil á HM

Það eru tuttugu klukkustundir síðan vekjaraklukkan hringdi í vesturbæ Reykjavíkur. 183 Íslendingar sitja á flugvellinum í Porto og bíða eftir því að komast aftur á klakann. Síðasti bjórinn teygaður. D-vítamínsöfnun dagsins er lokið. Hið daglega amstur er handan við hornið. HM draumurinn er úti. Þetta hefði alls ekki þurft að enda svona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×