Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2022 12:45 Sólveig Anna, formaður Eflingar, segir Ólöfu Helgu, sem hefur boðið sig fram til forseta ASÍ, veruleikafirrta og valdsjúka. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. Þetta skrifar Sólveig á Facebook í viðbragði við viðtal sem Ólöf veitti í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í viðtalinu sagðist Ólöf vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír - Sólveig, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS - sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Þá sagði Ólöf að ásakanir þremenninga um að persónuárásir hafi orðið til þess að þau drágu framboð sín til miðstjórnar ASÍ til baka koma sér spánskt fyrir sjónir. Hún hafi ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó hún hafi gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Sólveig segir í svari sínu að Ólöf Helga, í samfloti við framvarðasveit ASÍ ung, sjómannaforingja og leiðtoga innan úr SGS, hafi lagt til þegar þing ASÍ var sett að öllum fulltrúum Eflingar yrði vísað af þinginu. Hún hafi, að sögn Sólveigar, gert það einungis til að niðurlægja félaga Eflingar og auka sigurlíkur sjálfrar sín. „Kannski er ekki rétt að tala um þetta sem veruleikafirringu. Kannski er réttara að tala um siðferðilegt gjaldþrot,“ skrifar Sólveig. „Svo það sé sagt: Ég og félagar mínir í Eflingu strunsuðum ekki út. Við gengum út fylktu liði. Í samstöðu hvort með öðru. Við erum þroskað, fullorðið fólk. Við þekkjum eigin virði og við berum höfuðið hátt.“ Eflingarliðar hafi fundið vel fyrir því á þinginu að þeir hafi ekki verið velkomnir. Því hafi þeir farið. Hún sé stolt af því og af fulltrúum Eflingar á þinginu. „Í stað þess að láta brjóta okkur niður og niðurlægja, risum við úr sætum og yfirgáfum þá samkomu sem við augljóslega vorum ekki velkomin á. Við kunnum nefnilega að rísa upp. Við höfum gert það áður, við geðrum það í gær og við munum gera það aftur,“ skrifar Sólveig. „Og við munum ná árangri í upprisu okkar, ólíkt valdasjúkum og siðlausum einstaklingum sem sýna það með öllu framferði sínu að barátta verkafólks skiptir þau engu máli, það einsa sem skiptir máli eru völd og vegtyllur.“ Uppfært klukkan 15.00. Innsláttarvilla í tilvitnun í færslu Sólveigar löguð. ASÍ Kjaramál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira
Þetta skrifar Sólveig á Facebook í viðbragði við viðtal sem Ólöf veitti í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í viðtalinu sagðist Ólöf vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír - Sólveig, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS - sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Þá sagði Ólöf að ásakanir þremenninga um að persónuárásir hafi orðið til þess að þau drágu framboð sín til miðstjórnar ASÍ til baka koma sér spánskt fyrir sjónir. Hún hafi ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó hún hafi gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Sólveig segir í svari sínu að Ólöf Helga, í samfloti við framvarðasveit ASÍ ung, sjómannaforingja og leiðtoga innan úr SGS, hafi lagt til þegar þing ASÍ var sett að öllum fulltrúum Eflingar yrði vísað af þinginu. Hún hafi, að sögn Sólveigar, gert það einungis til að niðurlægja félaga Eflingar og auka sigurlíkur sjálfrar sín. „Kannski er ekki rétt að tala um þetta sem veruleikafirringu. Kannski er réttara að tala um siðferðilegt gjaldþrot,“ skrifar Sólveig. „Svo það sé sagt: Ég og félagar mínir í Eflingu strunsuðum ekki út. Við gengum út fylktu liði. Í samstöðu hvort með öðru. Við erum þroskað, fullorðið fólk. Við þekkjum eigin virði og við berum höfuðið hátt.“ Eflingarliðar hafi fundið vel fyrir því á þinginu að þeir hafi ekki verið velkomnir. Því hafi þeir farið. Hún sé stolt af því og af fulltrúum Eflingar á þinginu. „Í stað þess að láta brjóta okkur niður og niðurlægja, risum við úr sætum og yfirgáfum þá samkomu sem við augljóslega vorum ekki velkomin á. Við kunnum nefnilega að rísa upp. Við höfum gert það áður, við geðrum það í gær og við munum gera það aftur,“ skrifar Sólveig. „Og við munum ná árangri í upprisu okkar, ólíkt valdasjúkum og siðlausum einstaklingum sem sýna það með öllu framferði sínu að barátta verkafólks skiptir þau engu máli, það einsa sem skiptir máli eru völd og vegtyllur.“ Uppfært klukkan 15.00. Innsláttarvilla í tilvitnun í færslu Sólveigar löguð.
ASÍ Kjaramál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira