Bandaríska landsliðið tapar tveimur í röð í fyrsta sinn í fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 13:00 Megan Rapinoe gengur mjög svekkt af vell á meðan þær spænsku fagna góðum sigri. Getty/ Juan Manuel Serrano Arce Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við tap á móti hálfgerðu varaliði Spánar í vináttulandsleik í Pamplona í gær. Spánn vann leikinn 2-0 en þetta var annað tap bandaríska landsliðsins í röð. Þær bandarísku töpuðu líka 2-1 fyrir þeim ensku á Wembley í þessum landsleikjaglugga. Laia Codina kom spænska liðinu yfir eftir fast leikatriði í fyrri hálfleik og Esther Gonzalez innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Það þarf að fara alla leið aftur til mars 2017 til að finna þær bandarísku tapa tveimur leikjum í röð en þá töpuðu þær fyrir Englandi og Frakklandi í SheBelieves bikarnum. Það eru enn fremur liðin næstum því þrjú ár síðan að liðið fékk á sig mark í tveimur leikjum í röð. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Bandaríska liðið er efst á styrkleikalista FIFA og hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Úrslitin eru sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að spænska liðið var án fimmtán öflugra landsliðskvenna sem gáfu ekki kost á sér til að mótmæla aðstöðu og umgjörð liðsins. Spænska knattspyrnusambandið leit á þetta sem tilraun landsliðskvennanna til að bola út þjálfaranum Jorge Vilda en leikmennirnir hafa þvertekið fyrir það. Jorge Vilda sagðist ekki ætla að segja af sér og kallaði bara á nýja leikmenn í staðinn. Spænski landsliðsþjálfarinn umdeildi náði þar að setja saman öflugt lið sem gerði jafntefli við sterkt lið Svía og vann svo þennan góða sigur. Nú er að sjá hver næstu skref verða hjá þessum leikmönnum sem skrópuðu í þetta verkefni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Sjá meira
Spánn vann leikinn 2-0 en þetta var annað tap bandaríska landsliðsins í röð. Þær bandarísku töpuðu líka 2-1 fyrir þeim ensku á Wembley í þessum landsleikjaglugga. Laia Codina kom spænska liðinu yfir eftir fast leikatriði í fyrri hálfleik og Esther Gonzalez innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Það þarf að fara alla leið aftur til mars 2017 til að finna þær bandarísku tapa tveimur leikjum í röð en þá töpuðu þær fyrir Englandi og Frakklandi í SheBelieves bikarnum. Það eru enn fremur liðin næstum því þrjú ár síðan að liðið fékk á sig mark í tveimur leikjum í röð. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Bandaríska liðið er efst á styrkleikalista FIFA og hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Úrslitin eru sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að spænska liðið var án fimmtán öflugra landsliðskvenna sem gáfu ekki kost á sér til að mótmæla aðstöðu og umgjörð liðsins. Spænska knattspyrnusambandið leit á þetta sem tilraun landsliðskvennanna til að bola út þjálfaranum Jorge Vilda en leikmennirnir hafa þvertekið fyrir það. Jorge Vilda sagðist ekki ætla að segja af sér og kallaði bara á nýja leikmenn í staðinn. Spænski landsliðsþjálfarinn umdeildi náði þar að setja saman öflugt lið sem gerði jafntefli við sterkt lið Svía og vann svo þennan góða sigur. Nú er að sjá hver næstu skref verða hjá þessum leikmönnum sem skrópuðu í þetta verkefni.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Sjá meira