Sara Björk hrædd um að þurfa að kveðja HM-drauminn endanlega Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2022 21:01 Sara Björk Gunnarsdóttir var niðurlút í leikslok. Vísir/Vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var að vonum sár og svekkt eftir tap liðsins fyrir Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í Portúgal í kvöld. Næsta heimsmeistaramót er ekki fyrr en árið 2027 og kveðst Sara Björk hrædd um að draumur hennar um að spila á heimsmeistaramóti sé úti. „Ég er bara sár. Það er mikið í gangi í hausnum á manni og maður er að reyna að ná í kringum tilfinningarnar en þetta er bara mjög sárt,“ sagði Sara Björk í samtali við Sindra Sverrisson eftir leik. Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik en mark Sveindísar Jane Jónsdóttur var dæmt af eftir endurskoðun dómara á myndbandi. Skömmu síðar fékk Portúgal vítaspyrnu og fékk Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir umdeilt rautt spjald í leiðinni. „Það gekk mikið á í þessum leik. Þegar Sveindís skorar hugsar maður: 'Þetta er að fara að falla með okkur, þetta verður leikurinn okkar og dagurinn okkar' en svo fær maður þetta í smettið, víti og rautt. Síðan bara stuttu eftir það skorar Glódís og við finnum aftur kraft og orku og hörfum trú á þessu, að við getum snúið þessu við,“ „Svo í framlengingunni vorum við með orku og ferska fætur og það hefði þannig séð alveg getað fallið með okkur. En svo fannst mér, 2-1 markið drepa okkur aðeins,“ segir Sara Björk. Dómarinn hafi gert fullt af mistökum Hún segir dómarann Stéphanie Frappart hafa gert urmul mistaka í leiknum en vill þó ekki kenna því einu um niðurstöðuna. „Við fengum engar útskýringar, það er ekkert hægt að ræða þessa dómara. Hún var bara grjóthörð á sínu. Hún gerði fullt af mistökum í leiknum en eins og ég segi þá er þetta besti dómari í heiminum. Ég ætla ekki að fara að kenna dómaranum um allt saman en hún hafði alveg áhrif á leikinn,“ Ekki viss um að hún nái að spila á HM Sara Björk er 32 ára gömul og óttast að hún nái aldrei því markmiði sínu að spila á heimsmeistaramóti. Ljóst er að Ísland spilar ekki á HM á næsta ári en næsta mót eftir það er 2027, þegar Sara verður 37 ára. „Við reyndum eins og við gátum og skildum allt eftir á vellinum. Það var ekki nóg og það er ótrúlega sárt. Maður er búinn að eiga þetta markmið allan sinn feril að komast á HM og maður veit ekki alveg hvort það sé bara búið, sá draumur,“ segir Sara Björk sem var þá spurð hvort hún héldi að það væri svo, að draumurinn væri úti. „Ég veit það ekki. Það gæti verið,“ sagði Sara sem var þá spurð um framhaldið með landsliðinu. „Ég er ekki búin að ákveða það en það er auðvitað töluvert langt í HM. Framhaldið hjá mér er bara nóg að gera á næstu vikum og út árið með Juventus,“ segir Sara. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
„Ég er bara sár. Það er mikið í gangi í hausnum á manni og maður er að reyna að ná í kringum tilfinningarnar en þetta er bara mjög sárt,“ sagði Sara Björk í samtali við Sindra Sverrisson eftir leik. Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik en mark Sveindísar Jane Jónsdóttur var dæmt af eftir endurskoðun dómara á myndbandi. Skömmu síðar fékk Portúgal vítaspyrnu og fékk Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir umdeilt rautt spjald í leiðinni. „Það gekk mikið á í þessum leik. Þegar Sveindís skorar hugsar maður: 'Þetta er að fara að falla með okkur, þetta verður leikurinn okkar og dagurinn okkar' en svo fær maður þetta í smettið, víti og rautt. Síðan bara stuttu eftir það skorar Glódís og við finnum aftur kraft og orku og hörfum trú á þessu, að við getum snúið þessu við,“ „Svo í framlengingunni vorum við með orku og ferska fætur og það hefði þannig séð alveg getað fallið með okkur. En svo fannst mér, 2-1 markið drepa okkur aðeins,“ segir Sara Björk. Dómarinn hafi gert fullt af mistökum Hún segir dómarann Stéphanie Frappart hafa gert urmul mistaka í leiknum en vill þó ekki kenna því einu um niðurstöðuna. „Við fengum engar útskýringar, það er ekkert hægt að ræða þessa dómara. Hún var bara grjóthörð á sínu. Hún gerði fullt af mistökum í leiknum en eins og ég segi þá er þetta besti dómari í heiminum. Ég ætla ekki að fara að kenna dómaranum um allt saman en hún hafði alveg áhrif á leikinn,“ Ekki viss um að hún nái að spila á HM Sara Björk er 32 ára gömul og óttast að hún nái aldrei því markmiði sínu að spila á heimsmeistaramóti. Ljóst er að Ísland spilar ekki á HM á næsta ári en næsta mót eftir það er 2027, þegar Sara verður 37 ára. „Við reyndum eins og við gátum og skildum allt eftir á vellinum. Það var ekki nóg og það er ótrúlega sárt. Maður er búinn að eiga þetta markmið allan sinn feril að komast á HM og maður veit ekki alveg hvort það sé bara búið, sá draumur,“ segir Sara Björk sem var þá spurð hvort hún héldi að það væri svo, að draumurinn væri úti. „Ég veit það ekki. Það gæti verið,“ sagði Sara sem var þá spurð um framhaldið með landsliðinu. „Ég er ekki búin að ákveða það en það er auðvitað töluvert langt í HM. Framhaldið hjá mér er bara nóg að gera á næstu vikum og út árið með Juventus,“ segir Sara.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira