Sniðugt að greiða niður skuldir áður en fjárfest verði í listaverkum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. október 2022 22:38 Már Wolfgang Mixa er lektor í fjármálum við Háskóla Íslands. Reykjavík síðdegis Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir sniðugt að greiða niður lán og skuldir áður en farið verði í óhefðbundnari fjárfestingar. Mikilvægast sé þó að fjárfesta í sjálfum sér enda lífið stutt og fólk eigi að reyna að láta drauma sína rætast. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, ræddi mögulegar fjárfestingaleiðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að sniðugt geti verið að byrja á því að greiða niður skuldir, áður en farið verði í aðrar og jafnvel áhættusamar fjárfestingar. „Þú getur notað séreignasparnað til að greiða niður hluta af húsnæðisláninu, þeir sem hafa ekki nýtt sér þá leið ættu strax á morgun að klára það dæmi, 1, 2 og 10,“ segir Már. Fjárfesting í steypu ekki endilega ábatasöm Fjárfesting í steypu hefur verið mikið í umræðunni en Már segir að árin eftir hrun hafi sú fjárfesting ekki reynst öllum vel. Húsnæðisvísitala lækkaði þá um 20 prósent og verðbólga hækkaði um ein 30 prósent. Það, að fjárfesting gefi góðan ábata eitt árið, þýði ekki að fjárfestingin muni borga sig um ókomna tíð. „Ef þú ætlar að ávaxta í steypu þá þarf sú steypa að vinna með þér og því fylgir líka ákveðin vinna. Það kostar að eiga húsnæði og bara til þess að fá þann kostnað til baka þá þarftu væntanlega að leigja út þá fjárfestingu til baka, þetta tekur sinn tíma og annað slíkt. Og það er ekki sjálfgefið að fjárfesting í steypu borgi sig,“ segir Már. „Helst hafa einhvers konar spákúlu“ Aðspurður um óhefðbundnari fjárfestingar, á borð við listaverk og úr, segir hann mjög erfitt að spá í framtíðina. Slíkar fjárfestingar gagnist helst þeim sem þekkja til markaðarins og hafi sérstakan áhuga á andlaginu. Það er þá kannski áhættusamt að fjárfesta í listaverkum? „Maður þyrfti að hafa gott auga. Og ekki bara gott auga, helst hafa einhvers konar spákúlu um hvað öðrum finnist vera merkilegt eftir 30 ár eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir Már. Fólk fjárfesti í sjálfu sér Hann segir mikilvægt að fólk haldi sinni stefnu og fylgi ekki alltaf hjörðinni. „Þeir sem að vilja fjárfesta í einhverju; fólk á að fjárfesta í sig sjálfu, greiða niður lán þannig að það hafi minni áhyggjur í framtíðinni og kannski láta drauma rætast - lífið er frekar stutt. Það hefur reynst mér ágætlega að þegar fólk hefur labbað til mín í fjölskylduveislum og fer að spyrja mig um góð fjárfestingartækifæri, þá er kannski tími til að staldra við og hugsa, nú er kannski of mikil bjartsýni ríkjandi á mörkuðum og í samfélaginu,“ segir Már. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Kauphöllin Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, ræddi mögulegar fjárfestingaleiðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að sniðugt geti verið að byrja á því að greiða niður skuldir, áður en farið verði í aðrar og jafnvel áhættusamar fjárfestingar. „Þú getur notað séreignasparnað til að greiða niður hluta af húsnæðisláninu, þeir sem hafa ekki nýtt sér þá leið ættu strax á morgun að klára það dæmi, 1, 2 og 10,“ segir Már. Fjárfesting í steypu ekki endilega ábatasöm Fjárfesting í steypu hefur verið mikið í umræðunni en Már segir að árin eftir hrun hafi sú fjárfesting ekki reynst öllum vel. Húsnæðisvísitala lækkaði þá um 20 prósent og verðbólga hækkaði um ein 30 prósent. Það, að fjárfesting gefi góðan ábata eitt árið, þýði ekki að fjárfestingin muni borga sig um ókomna tíð. „Ef þú ætlar að ávaxta í steypu þá þarf sú steypa að vinna með þér og því fylgir líka ákveðin vinna. Það kostar að eiga húsnæði og bara til þess að fá þann kostnað til baka þá þarftu væntanlega að leigja út þá fjárfestingu til baka, þetta tekur sinn tíma og annað slíkt. Og það er ekki sjálfgefið að fjárfesting í steypu borgi sig,“ segir Már. „Helst hafa einhvers konar spákúlu“ Aðspurður um óhefðbundnari fjárfestingar, á borð við listaverk og úr, segir hann mjög erfitt að spá í framtíðina. Slíkar fjárfestingar gagnist helst þeim sem þekkja til markaðarins og hafi sérstakan áhuga á andlaginu. Það er þá kannski áhættusamt að fjárfesta í listaverkum? „Maður þyrfti að hafa gott auga. Og ekki bara gott auga, helst hafa einhvers konar spákúlu um hvað öðrum finnist vera merkilegt eftir 30 ár eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir Már. Fólk fjárfesti í sjálfu sér Hann segir mikilvægt að fólk haldi sinni stefnu og fylgi ekki alltaf hjörðinni. „Þeir sem að vilja fjárfesta í einhverju; fólk á að fjárfesta í sig sjálfu, greiða niður lán þannig að það hafi minni áhyggjur í framtíðinni og kannski láta drauma rætast - lífið er frekar stutt. Það hefur reynst mér ágætlega að þegar fólk hefur labbað til mín í fjölskylduveislum og fer að spyrja mig um góð fjárfestingartækifæri, þá er kannski tími til að staldra við og hugsa, nú er kannski of mikil bjartsýni ríkjandi á mörkuðum og í samfélaginu,“ segir Már. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Kauphöllin Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira