Lífið

Sprenghlægilegt barnaefni í Stóra sviðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi, Erpur, Auddi og Sóli gætu hæglega gert meira barnaefni.
Steindi, Erpur, Auddi og Sóli gætu hæglega gert meira barnaefni.

Þátturinn Stóra sviðið fer af stað á nýjan leik á Stöð 2 á föstudagskvöldið en um er að ræða fjölskylduþátt þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki.

Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.

Í þættinum á föstudaginn mættu þeir Erpur Eyvindarson og Sólmundur Hólm Sólmundarson en Sóli var í liði með Audda og Erpur með Steinda.

Eitt af verkefnunum var að gera barnaefni og má segja að Steindi og Erpur hafi gert heldur óvenjulegt barnaefni þar sem þeir kenndu dreng hluti sem kannski börn eiga ekki að læra og vita.

Hér að neðan má sjá óborganlegt atriði þeirra tveggja þar sem þeir Bóbó og Ferdinand fara á kostum.

Sóli og Auddi fengu einnig sama verkefni og fóru þeir kannski ekki alveg sömu leið og þeir endurgerðu vinsælt efni sem nefnist Blippi og voru Sóli og Auddi sammála um að sá karakter væri í raun óþolandi. Einnig endurgerðu þeir vinsælt efni á YouTube, Cocomelon sem margir foreldrar ættu að kannast við.

Hér að neðan má taka þátt í könnun þar sem fólk getur kostið um það hvort atriðið sé betra.

Klippa: Barnaefni Audda og Sóla - Endurgerðu vel pirrandi barnaefni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×