Innlent

Tveir ljón­heppnir skiptu með sér fimm­tíu milljónum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Miðahafarnir fá rúmar 26,4 milljónir á mann.
Miðahafarnir fá rúmar 26,4 milljónir á mann. Vísir/Vilhelm

Tveir heppnir lottómiðahafar skiptu með sér fjórföldum lottópotti vikunnar og fær hvor þeirra rúmar 26,4 milljónir í vinning. Annar vinningsmiða var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni en hinn var í áskrift.

Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra tæpar 300 þúsund krónur. Tveir miðanna voru keyptir á lotto.is, einn var í áskrift, einn keypti miða með appinu og loks var miði með bónusvinningnum keyptur í Hagkaupum á Seltjarnarnesi. 

Þá var einn með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jókernum og fær tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni. Þetta kemur fram hjá Íslenskri getspá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×