Í dómi Landsréttar er vísað til þess að samkvæmt meginreglum um meðferð sakamála verður manni ekki gerð refsing tvisvar fyrir sama brot. Leitast skal við að saksækja mann fyrir fleiri en eitt brot í einu máli en misbrestur á því leiðir ekki til þess að síðara máli verði vísað frá, segir í dómnum.
Með dómi Héraðsdóms Rekjaness í maí á þessu ári var kona dæmd fyrir ýmis umferðar- og fíkniefnalagabrot eftir að fjölmennt lið lögreglu hafði veitt henni háskalega eftirför. Hófst eftirförin á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ og lauk með því að lögreglubíl var ekið utan í jeppann til að stöðva för hans við höfuðstöðvar ÍSÍ í Laugardal.
Eftir þann dóm var konan svo ákærð í júní á þessu ári fyrir ýmis fleiri hegningar-, umferðar- og lögreglulagabrot.. Landsréttur taldi, ólíkt héraðsdómi, að síðari ákæra tengist einungis akstri konunnar eftir að hún yfirgaf vettvang þess brots sem hún var sakfelld fyrir.
Í því ljósi hafi ekki verið unnt að fallast á að ákæran tengist fyrra máli þannig að málin fjalli um sömu háttsemi.
Lesa má dóm Landsréttar í heild sinni hér.