Vill fá afsökunarbeiðni frá Ingu, Guðmundi og konunum þremur Bjarki Sigurðsson skrifar 7. október 2022 06:58 Jón Hjaltason vill fá afsökunarbeiðni. Vísir/Vilhelm Frambjóðandi Flokks fólksins á Akureyri vill fá afsökunarbeiðni frá forystu flokksins og konunum þremur sem hafa sakað hann og tvo aðra menn um óásættanlega framkomu. Hann segist ekki efast um niðurstöður óháðrar rannsóknar. Jón Hjaltason, sagnfræðingur og frambjóðandi Flokks fólksins á Akureyri, ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann reynir að útskýra atburðarásina sem átti sér stað á Akureyri undir lok sumars. Hann hefur sjálfur sagt sig úr flokknum vegna málsins. Jón segir tildrögin vera þau að 13. september hafi konurnar þrjár, Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar eru virkar í starfi flokksins á Akureyri og buðu sig fram í sveitarstjórnarkosningunum í ár, lýst því yfir að þær hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni og andlegu ofbeldi af hálfu Jóns. Jón segir að ólga hafi verið innan meðlima fólksins frá því í byrjun júní fram að 13. september. Konurnar hafi lýst yfir óánægju sinni með Jón og Brynjólf Ingvarsson, oddvita flokksins, en aldrei rætt um kynferðislega áreitni eða gróft einelti. Jón vill þó meina að eitthvað hafi gerst þann 6. september en þá hringdi Inga Sæland í hann og úthúðaði Brynjólfi. Hún sakaði Brynjólf um að reyna að sundra og grafa undan flokknum. „Í máli sínu kemur hún að því oftar en einu sinni að stjórn Flokks fólksins muni funda seinna þennan sama dag og þar verði Brynjólfi gerðir tveir kostir, að fara strax í veikindaleyfi annars verði hann rekinn úr flokknum,“ segir Jón. Jón bendir á að ekki einu sinni í þessu samtali hafi Inga talað um einelti eða kynferðislega áreitni. Sama dag og símtalið á sér stað boða konurnar þrjár til fundar fyrir norðan. Brynjólfur gat ekki mætt og þóttist Jón vita hvert erindi fundarins væri. Hann fór því fram á frestun með því að senda: „Gagnrýnum hann [Brynjólf] augliti til auglitis en ekki að honum fjarstöddum, að því er lítill manndómsbragur,“ í skilaboðum. Konurnar féllust ekki á þessa frestun. Jón segir að á þessum fundi hafi ekki verið rætt um neina kynferðislega áreitni eða ofbeldisfulla hegðun. „Seinna í vikunni er fundað. Málfríður heldur tölu um hvað henni þyki vænt um Brynjólf og hafi miklar áhyggjur af heilsufari hans. Þegar Málfríður víkur sér ítrekað undan að svara spurningu sem snýr að heiðarleika í samskiptum ber undirritaður í borð,“ segir Jón. Jón segir að það hafi ekki verið fyrr en þrem dögum síðar, þann 13. september sem þeir Brynjólfur eru sakaðir um einelti og kynferðislega áreitni. Hann segist algjörlega koma af fjöllum hvað það varðar. Hann skilji ekki að Guðmundur Ingi, varaformaður flokksins, hafi sagst ítrekað hafa borist fregnir af meintri áreitni og einelti. „Inga Sæland aldrei reynt sættir eins og hún vill þó vera láta, hvað þá að varaformaðurinn hafi borið þessar ávirðingar undir okkur áður en hann hleypti þeim í loftið fyrir alþjóð að sjá,“ segir Jón. Þrátt fyrir að Jón, sem og Brynjólfur, hefur sagt sig úr flokknum situr hann enn í skipulagsráði Akureyrarbæjar. Hann er ekki tilbúinn að víkja þaðan nema ef stjórn flokksins hrindir í framkvæmd eigin samþykkt um að skipa hlutlausa rannsóknarnefnd sem skoðar málið. „Síðan verði haldinn blaðamannafundur í húsakynnum Flokks fólksins þar sem konurnar þrjár, formaður og varaformaður játi mistök, biðjist afsökunar og dragi allan ósómann til baka – því ég er ekki í nokkrum vafa um niðurstöðu slíkrar rannsóknar,“ segir Jón. Akureyri Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sitja sem fastast og mynda eigin hreyfingu í bæjarstjórn Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrúi á Akureyri mun sitja áfram þrátt fyrir að vera genginn úr Flokki fólksins. Það mun Jón Hjaltason varabæjarfulltrúi líka gera. Þeir hyggjast þétta raðirnar og koma af stað hreyfingu sem berst fyrir kjörum hinna verst settu. 30. september 2022 10:54 Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55 Málið sé yfirgripsmeira en nokkur bjóst við Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stjórn flokksins harmi slegna og sorgmædda vegna frásagna kvenna innan flokksins sem lýst hafa lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Mennirnir sem ásakanirnar beinast að ætla að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. Inga fagnar því, og segir málið afar yfirgripsmikið. 13. september 2022 22:05 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Jón Hjaltason, sagnfræðingur og frambjóðandi Flokks fólksins á Akureyri, ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann reynir að útskýra atburðarásina sem átti sér stað á Akureyri undir lok sumars. Hann hefur sjálfur sagt sig úr flokknum vegna málsins. Jón segir tildrögin vera þau að 13. september hafi konurnar þrjár, Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar eru virkar í starfi flokksins á Akureyri og buðu sig fram í sveitarstjórnarkosningunum í ár, lýst því yfir að þær hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni og andlegu ofbeldi af hálfu Jóns. Jón segir að ólga hafi verið innan meðlima fólksins frá því í byrjun júní fram að 13. september. Konurnar hafi lýst yfir óánægju sinni með Jón og Brynjólf Ingvarsson, oddvita flokksins, en aldrei rætt um kynferðislega áreitni eða gróft einelti. Jón vill þó meina að eitthvað hafi gerst þann 6. september en þá hringdi Inga Sæland í hann og úthúðaði Brynjólfi. Hún sakaði Brynjólf um að reyna að sundra og grafa undan flokknum. „Í máli sínu kemur hún að því oftar en einu sinni að stjórn Flokks fólksins muni funda seinna þennan sama dag og þar verði Brynjólfi gerðir tveir kostir, að fara strax í veikindaleyfi annars verði hann rekinn úr flokknum,“ segir Jón. Jón bendir á að ekki einu sinni í þessu samtali hafi Inga talað um einelti eða kynferðislega áreitni. Sama dag og símtalið á sér stað boða konurnar þrjár til fundar fyrir norðan. Brynjólfur gat ekki mætt og þóttist Jón vita hvert erindi fundarins væri. Hann fór því fram á frestun með því að senda: „Gagnrýnum hann [Brynjólf] augliti til auglitis en ekki að honum fjarstöddum, að því er lítill manndómsbragur,“ í skilaboðum. Konurnar féllust ekki á þessa frestun. Jón segir að á þessum fundi hafi ekki verið rætt um neina kynferðislega áreitni eða ofbeldisfulla hegðun. „Seinna í vikunni er fundað. Málfríður heldur tölu um hvað henni þyki vænt um Brynjólf og hafi miklar áhyggjur af heilsufari hans. Þegar Málfríður víkur sér ítrekað undan að svara spurningu sem snýr að heiðarleika í samskiptum ber undirritaður í borð,“ segir Jón. Jón segir að það hafi ekki verið fyrr en þrem dögum síðar, þann 13. september sem þeir Brynjólfur eru sakaðir um einelti og kynferðislega áreitni. Hann segist algjörlega koma af fjöllum hvað það varðar. Hann skilji ekki að Guðmundur Ingi, varaformaður flokksins, hafi sagst ítrekað hafa borist fregnir af meintri áreitni og einelti. „Inga Sæland aldrei reynt sættir eins og hún vill þó vera láta, hvað þá að varaformaðurinn hafi borið þessar ávirðingar undir okkur áður en hann hleypti þeim í loftið fyrir alþjóð að sjá,“ segir Jón. Þrátt fyrir að Jón, sem og Brynjólfur, hefur sagt sig úr flokknum situr hann enn í skipulagsráði Akureyrarbæjar. Hann er ekki tilbúinn að víkja þaðan nema ef stjórn flokksins hrindir í framkvæmd eigin samþykkt um að skipa hlutlausa rannsóknarnefnd sem skoðar málið. „Síðan verði haldinn blaðamannafundur í húsakynnum Flokks fólksins þar sem konurnar þrjár, formaður og varaformaður játi mistök, biðjist afsökunar og dragi allan ósómann til baka – því ég er ekki í nokkrum vafa um niðurstöðu slíkrar rannsóknar,“ segir Jón.
Akureyri Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sitja sem fastast og mynda eigin hreyfingu í bæjarstjórn Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrúi á Akureyri mun sitja áfram þrátt fyrir að vera genginn úr Flokki fólksins. Það mun Jón Hjaltason varabæjarfulltrúi líka gera. Þeir hyggjast þétta raðirnar og koma af stað hreyfingu sem berst fyrir kjörum hinna verst settu. 30. september 2022 10:54 Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55 Málið sé yfirgripsmeira en nokkur bjóst við Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stjórn flokksins harmi slegna og sorgmædda vegna frásagna kvenna innan flokksins sem lýst hafa lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Mennirnir sem ásakanirnar beinast að ætla að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. Inga fagnar því, og segir málið afar yfirgripsmikið. 13. september 2022 22:05 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Sitja sem fastast og mynda eigin hreyfingu í bæjarstjórn Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrúi á Akureyri mun sitja áfram þrátt fyrir að vera genginn úr Flokki fólksins. Það mun Jón Hjaltason varabæjarfulltrúi líka gera. Þeir hyggjast þétta raðirnar og koma af stað hreyfingu sem berst fyrir kjörum hinna verst settu. 30. september 2022 10:54
Kvenleiðtogar Flokks fólksins sagðir sæta niðrandi og fyrirlitlegri framkomu Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, telur sig knúinn til að óska eftir stjórnarfundi þar sem hann vill að teknar verði fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hafa mátt þola. 13. september 2022 09:55
Málið sé yfirgripsmeira en nokkur bjóst við Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stjórn flokksins harmi slegna og sorgmædda vegna frásagna kvenna innan flokksins sem lýst hafa lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Mennirnir sem ásakanirnar beinast að ætla að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. Inga fagnar því, og segir málið afar yfirgripsmikið. 13. september 2022 22:05