Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2022 06:40 Frá vinstri: Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir og Hannesína Scheving, sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni. Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra á Vísi, sem ber yfirskriftina „Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli.“ Brynjólfur og Jón segja konurnar hafa sett ásakanir sínar fram „nauðbeygðar“, eins og það er orðað, í kjölfar yfirlýsinga varaformanns flokksins á Facebook. Rétt er að konurnar stigu fram í kjölfar þess að varaformaðurinn, Guðmundur Ingi Kristinsson, sagðist myndu óska eftir stjórnarfundi eftir að hafa ítrekað borist fregnir þess efnis að kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hefðu mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu. Brynjólfur og Jón segjast meintir gerendur í málinu en þeir séu alsaklausir; þvert á móti hafi konurnar viljað Brynjólf frá í veikindaleyfi. Jón gengst við því að hafa barið í borð og krafist svara á einum fundi en það sé allt ofbeldið. „Hvað varðar bréf oddvitans sem þær nefna og segja „hlaðið rógburði“ og öðrum ófögnuði þá höfum við skorað á þær að tilgreina allar þær „rangfærslur“ og „hótanir“ sem þar er að finna en ekki fengið svar,“ segja þeir Brynjólfur og Jón. Þess ber að geta að fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir að fá afrit af umræddu bréfi en ekki fengið. „Að lokum um hið „kynferðislega áreiti“ sem „sumar okkar“ hafa orðið fyrir svo vitnað sé beint í skrif kvennanna. Okkur setur einfaldlega hljóða við þessi orð og áleitin spurning situr eftir: Hversu lágt getur mannskepnan lagst til að koma höggi á náunga sinn? Við höfum þegar krafist þess af títtnefndum konum að þær taki ömurleg og mannorðs-skemmandi ummæli sín til baka, biðjist opinberlega afsökunar og geri það sem allra fyrst,“ segja mennirnir. „Sú krafa er hér með ítrekuð.“ Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra á Vísi, sem ber yfirskriftina „Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli.“ Brynjólfur og Jón segja konurnar hafa sett ásakanir sínar fram „nauðbeygðar“, eins og það er orðað, í kjölfar yfirlýsinga varaformanns flokksins á Facebook. Rétt er að konurnar stigu fram í kjölfar þess að varaformaðurinn, Guðmundur Ingi Kristinsson, sagðist myndu óska eftir stjórnarfundi eftir að hafa ítrekað borist fregnir þess efnis að kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hefðu mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu. Brynjólfur og Jón segjast meintir gerendur í málinu en þeir séu alsaklausir; þvert á móti hafi konurnar viljað Brynjólf frá í veikindaleyfi. Jón gengst við því að hafa barið í borð og krafist svara á einum fundi en það sé allt ofbeldið. „Hvað varðar bréf oddvitans sem þær nefna og segja „hlaðið rógburði“ og öðrum ófögnuði þá höfum við skorað á þær að tilgreina allar þær „rangfærslur“ og „hótanir“ sem þar er að finna en ekki fengið svar,“ segja þeir Brynjólfur og Jón. Þess ber að geta að fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir að fá afrit af umræddu bréfi en ekki fengið. „Að lokum um hið „kynferðislega áreiti“ sem „sumar okkar“ hafa orðið fyrir svo vitnað sé beint í skrif kvennanna. Okkur setur einfaldlega hljóða við þessi orð og áleitin spurning situr eftir: Hversu lágt getur mannskepnan lagst til að koma höggi á náunga sinn? Við höfum þegar krafist þess af títtnefndum konum að þær taki ömurleg og mannorðs-skemmandi ummæli sín til baka, biðjist opinberlega afsökunar og geri það sem allra fyrst,“ segja mennirnir. „Sú krafa er hér með ítrekuð.“
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira