Innlent

Tafir á Miklubraut vegna blikkandi umferðarljósa

Kjartan Kjartansson skrifar
Umferðarljós á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar blikkuðu gul á sjötta tímanum nú síðdegis.
Umferðarljós á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar blikkuðu gul á sjötta tímanum nú síðdegis. Vísir

Ólag á umferðarljósum á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar hefur valdið töfum á umferð þar nú síðdegis. Gul ljós blikkuðu og engri annarri umferðarstýringu til að dreifa.

Blaðamaður Vísi sem átti leið um gatnamótin nú um klukkan 17:30 segir að umferð hafi þokast hægt áfram þar vegna ljósanna. Ökumenn hafi verið óvissir og hikandi þar sem þeir vissu ekki hver ætti réttinn. Enginn lögreglumaður var þá á staðnum til að stýra umferðinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.