„Mér hlýtur að finnast það alveg skelfilegt“ Snorri Másson skrifar 6. október 2022 12:00 Vilhjálmur Birgisson, til vinstri, og Ragnar Þór Ingólfsson, til hægri, eru sagðir vera í aðdraganda forsetakosninga innan Alþýðusambandsins sem fara fram síðar í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir það skelfilegt að seðlabankastjóri skuli beina þeim skilaboðum til aðila vinnumarkaðarins að leggja sitt af mörkum til að hemja verðbólguna. Eina tækifæri launafólks í vaxtaumhverfinu nú til að rétta sín kjör sé þegar kjarasamningar eru lausir. Það var tiltölulega fyrirséð að til vægrar vaxtahækkunar kæmi í ákvörðun Seðlabankans í gær, 0,25 prósentustig. En það sem hefur vakið meiri athygli eru ummæli seðlabankastjóra. Hann sagði að seðlabankinn hefði nú lagt sitt af mörkum og spurði hvort stjórnvöld og vinnumarkaðurinn hygðust nú gera slíkt hið sama. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, segir þessi skilaboð seðlabanka fyrirsjáanleg en engu að síður sorgleg. „Mér hlýtur að finnast það alveg skelfilegt að því leytinu til að þegar við semjum um 90 þúsund króna hækkun í fjögurra ára samningi, sem gerir í kringum 23-24 þúsund krónur á ári í launahækkun, að á síðustu 12-15 mánuðum hefur bara vaxtahækkunin ein og sér þurrkað upp allan þennan ávinning. Ef Seðlabankinn telur að þetta sé gert með hag heimilanna eða launafólks að leiðarljósi, þá skil ég ekki orðið hagfræði í íslensku samfélagi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að í lífskjarasamningum 2019 hafi verið fallist á hófstilltar launahækkanir þar sem í staðinn áttu að koma vaxtalækkanir sem myndu auka ráðstöfunartekjur fólks. Vextirnir voru í 4,25% þegar samið var og þeir fóru niður í 0,75. Nú eru þeir aftur komnir í 5,75%. Launafólk hafi í millitíðinni staðið við allt sitt - þannig að aðrir þurfi nú að axla ábyrgðina. Ef skilaboðin eru þau að ekki sé hægt að sækja launahækkanir í komandi kjarasamningum, talar Vilhjálmur á þá leið að ekki sé hægt að verða við því. „Það liggur alveg fyrir að það er ekki hægt að leggja á herðar launafólks látlaust tugþúsundahækkanir á útgjöldum heimilanna í hverjum einasta mánuði. Eina tækifærið sem launafólk hefur til að rétta sinn hag af er þegar kjarasamningar eru lausir,“ segir Vilhjálmur. Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld: Kjaramál ASÍ Seðlabankinn Tengdar fréttir „Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. 6. október 2022 07:33 Ekki tíminn núna fyrir arðgreiðslur hjá bönkunum, segir seðlabankastjóri Umrót á erlendum fjármála- og lánamörkuðum þýðir að meiri ástæða en ella er fyrir íslensku viðskiptabankanna að gæta betur að lausafjárstöðu sinni. Eftir mikla útlánaþenslu eru merki um að bankarnir séu farnir að draga úr lánum sínum til fyrirtækja en þrátt fyrir að þeir standi afar sterkt, með betri eiginfjárstöðu en flestir evrópskir bankar, þá verða þeir að „leggja áherslu á gætni“ við þessar aðstæður, að sögn seðlabankastjóra. 6. október 2022 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Það var tiltölulega fyrirséð að til vægrar vaxtahækkunar kæmi í ákvörðun Seðlabankans í gær, 0,25 prósentustig. En það sem hefur vakið meiri athygli eru ummæli seðlabankastjóra. Hann sagði að seðlabankinn hefði nú lagt sitt af mörkum og spurði hvort stjórnvöld og vinnumarkaðurinn hygðust nú gera slíkt hið sama. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, segir þessi skilaboð seðlabanka fyrirsjáanleg en engu að síður sorgleg. „Mér hlýtur að finnast það alveg skelfilegt að því leytinu til að þegar við semjum um 90 þúsund króna hækkun í fjögurra ára samningi, sem gerir í kringum 23-24 þúsund krónur á ári í launahækkun, að á síðustu 12-15 mánuðum hefur bara vaxtahækkunin ein og sér þurrkað upp allan þennan ávinning. Ef Seðlabankinn telur að þetta sé gert með hag heimilanna eða launafólks að leiðarljósi, þá skil ég ekki orðið hagfræði í íslensku samfélagi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að í lífskjarasamningum 2019 hafi verið fallist á hófstilltar launahækkanir þar sem í staðinn áttu að koma vaxtalækkanir sem myndu auka ráðstöfunartekjur fólks. Vextirnir voru í 4,25% þegar samið var og þeir fóru niður í 0,75. Nú eru þeir aftur komnir í 5,75%. Launafólk hafi í millitíðinni staðið við allt sitt - þannig að aðrir þurfi nú að axla ábyrgðina. Ef skilaboðin eru þau að ekki sé hægt að sækja launahækkanir í komandi kjarasamningum, talar Vilhjálmur á þá leið að ekki sé hægt að verða við því. „Það liggur alveg fyrir að það er ekki hægt að leggja á herðar launafólks látlaust tugþúsundahækkanir á útgjöldum heimilanna í hverjum einasta mánuði. Eina tækifærið sem launafólk hefur til að rétta sinn hag af er þegar kjarasamningar eru lausir,“ segir Vilhjálmur. Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld:
Kjaramál ASÍ Seðlabankinn Tengdar fréttir „Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. 6. október 2022 07:33 Ekki tíminn núna fyrir arðgreiðslur hjá bönkunum, segir seðlabankastjóri Umrót á erlendum fjármála- og lánamörkuðum þýðir að meiri ástæða en ella er fyrir íslensku viðskiptabankanna að gæta betur að lausafjárstöðu sinni. Eftir mikla útlánaþenslu eru merki um að bankarnir séu farnir að draga úr lánum sínum til fyrirtækja en þrátt fyrir að þeir standi afar sterkt, með betri eiginfjárstöðu en flestir evrópskir bankar, þá verða þeir að „leggja áherslu á gætni“ við þessar aðstæður, að sögn seðlabankastjóra. 6. október 2022 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. 6. október 2022 07:33
Ekki tíminn núna fyrir arðgreiðslur hjá bönkunum, segir seðlabankastjóri Umrót á erlendum fjármála- og lánamörkuðum þýðir að meiri ástæða en ella er fyrir íslensku viðskiptabankanna að gæta betur að lausafjárstöðu sinni. Eftir mikla útlánaþenslu eru merki um að bankarnir séu farnir að draga úr lánum sínum til fyrirtækja en þrátt fyrir að þeir standi afar sterkt, með betri eiginfjárstöðu en flestir evrópskir bankar, þá verða þeir að „leggja áherslu á gætni“ við þessar aðstæður, að sögn seðlabankastjóra. 6. október 2022 07:00