Innlent

Stakk reiðufé sem greitt var með beint í eigin vasa

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn starfaði í verslun á Akureyri.
Maðurinn starfaði í verslun á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fertugsaldri var á þriðjudaginn dæmdur 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað úr verslun sem hann starfaði í. Maðurinn stakk reiðufé sem viðskiptavinir greiddu með beint í sinn eigin vasa.

Maðurinn starfaði í verslun á Akureyri en á rúmum mánuði, frá lok febrúar 2020 til byrjun apríl sama árs, tókst honum að draga sér tæplega fjögur hundruð þúsund krónur. 

Maðurinn játaði fyrir dómi en hann var ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Maðurinn var með hreinan sakaferil og því dæmdur til 45 daga fangelsisvistar en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að tveimur árum liðnum haldi maðurinn skilorði.

Verslunin höfðaði einnig einkaréttarkröfu gegn manninum en féll frá henni við þinghald þar sem maðurinn hafði borgað allt til baka. Þó þarf maðurinn að greiða þóknun lögmanns síns, 383 þúsund krónur.

Hér má lesa dóminn í heild sinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.