Innlent

Vill reisa leikvöll til minningar um Alexöndru Eldey

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Alexandra Eldey vildi að sögn móður sinnar hafa sem mest fjör og elskaði að róla og leika úti. Þær mæðgur fóru hins yfirleitt langa leið til þess frá Vogabyggð, þar sem Alexandra bjó, yfir Sæbrautina á svokallaðan Drekaróló. Birgitta Sigursteinsdóttir, móðir hennar, vill því reisa „Alexöndruróló“ í Vogabyggð.
Alexandra Eldey vildi að sögn móður sinnar hafa sem mest fjör og elskaði að róla og leika úti. Þær mæðgur fóru hins yfirleitt langa leið til þess frá Vogabyggð, þar sem Alexandra bjó, yfir Sæbrautina á svokallaðan Drekaróló. Birgitta Sigursteinsdóttir, móðir hennar, vill því reisa „Alexöndruróló“ í Vogabyggð. Samsett/Birgitta Sigursteinsdóttir

„Ég er bara móðir í sorg að reyna að gera eitthvað fallegt,“ skrifar Birgitta Sigursteinsdóttir um tillögu sína um að reisa leikvöll til minningar um dóttur hennar Alexöndru Eldey Finnbogadóttur (15.10.20-18.6.22) sem lést úr bráðri heilahimnubólgu í sumar. 

„Alexandra Eldey Finnbogadóttir (15.10.20-18.6.22) bjó í hinni nýju Vogabyggð mars 2022 - júní 2022. Ekkert leiksvæði er fyrir börn á þessu svæði svo við leggjum til að komið verði upp róluvelli í Vogabyggð í minningu hennar sem verður kallaður Alexöndruróló,“ segir í lýsingu á hugmyndinni.

Alexandra lést þann 18. júní síðastliðinn, þá rétt rúmlega eins og hálfs árs. Hún veiktist í flugi til Madrídar á Spáni og lést af völdum bráðrar heilahimnubólgu einungis þrem dögum síðar.  

„Alexandra vildi hafa sem mest fjör og elskaði að róla og leika úti en við fórum yfirleitt langa leið til þess, alla leið yfir Sæbrautina á Drekarólóinn. Við vonum því að komið verði upp róló hér í Vogabyggð sem fyrst þar sem krakkar á öllum aldri geta haldið fjörinu gangandi í minningu Alexöndru.“

Tillagan hefur fengið góðar undirtektir og er sú vinsælasta í Laugardalshverfi á betrireykjavik.is, þar sem 158 manns hafa líkað við tillöguna. Hægt er að styðja tillöguna hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×