Innlent

Bein út­sending: Um­hverfis­dagur at­vinnu­lífsins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Dagurinn helst í hendur við Umhverfismánuð atvinnulífsins sem fram fer í október.
Dagurinn helst í hendur við Umhverfismánuð atvinnulífsins sem fram fer í október. Vísir/Vilhelm

Umhverfisdagur atvinnulífsins fer fram í dag í Norðurljósasal Hörpu í Reykjavík undir yfirskriftinni Auðlind vex af auðlind.

Að deginum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyritækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. 

Umhverfisverðlaun í atvinnulífsins verða afhent í dag en tvenn verðlaun verða veitt. Annars vegar verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins. Forseti Íslands kemur til með að afhenda verðlaunin. 

Hér fyrir neðan má horfa á beint streymi af fundinum og skoða dagskránna. Fundurinn hefst klukkan níu og lýkur klukkan hálf ellefu.

 • Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.

Setning

 • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Ávarp

 • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra

Í átt að kolefnishlutleysi

 • Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi

Pallborð

 • Anna Þórdís Rafnsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærni hjá Kviku og varaformaður IcelandSIF
 • Björk Kristjánsdóttir, forstjóri Carbon Recycling International (CRI)

Höfum við tíma til að bíða lengur?

 • Berglind Ósk Ólafsdóttir , sérfræðingur í sjálfbærni hjá BYKO

Ný viðmið í sjávarútvegi

 • Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísi hf.

Hringrás auðlinda – magn er málið

 • Dagný Jónsdóttir, forstöðumaður Auðlindagarðs HS Orku.

Pallborð

 • Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins
 • Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel
 • Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherji fiskeldi

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2022

 • Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaun fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins og Umhverfisframtak ársins.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.