Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2. Stöð 2

Fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn hefur verið opnuð í fyrsta skipti á Íslandi. Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið til landsins en í ár og hefur straumur þeirra aukist mjög síðustu vikur. Við verðum í beinni útsendingu frá fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni og ræðum við Rauða krossinn í kvöldfréttum.

Eiginkona hins látna er meðal þeirra þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að þurfa að mæta gerendum í kynferðisbrotamálum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. Við ræðum við nemendur í kvöldfréttum og fáum talskonu Stígamóta í settið. Hún segir nokkuð um að þau sem leiti til samtakanna ræði um erfiðar aðstæður í skólum eftir kynferðisbrot.

Þá kynnum við okkur þingmálaskrá vetrarins og verðum í beinni með þingmönnum stjórnarandstöðunnar, skoðum aðstöðu til heimsókna í fangelsunum á Hólmsheiði og Litla-Hrauni en fangelsismálastjóri segir þá síðarnefndu viðbjóðslega og ekki börnum bjóðandi. Auk þess kíkjum við í heimsókn í tónlistarskólann á Ísafirði þar sem Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson halda um stjórnartaumana.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.