Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. október 2022 12:46 Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt skikkju sem hetja úr hverju hverfi fær afhenta, Aðsent Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. Verkefnið fer fram á tveggja ára fresti og snýst um það að borgarbúar geti lagt fram hugmyndir sem þeir telja að bæti sín hverfi. Borginni er skipt í tíu hverfi og eru það Grafarvogur og Bryggjuhverfi, Laugardalur, Vesturbær, Háaleiti og Bústaðir, Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Hlíðar, Breiðholt, Miðborg og síðast en ekki síst Kjalarnes. Þetta er í tíunda sinn sem hugmyndasöfnunin fer fram en hún hóf göngu sína árið 2012 og hafa 898 hugmyndir verið framkvæmdar. Hugmyndasöfnunin stendur yfir til og með 27. október en kosið verður um fimmtán bestu hugmyndirnar í hverju hverfi og velur íbúaráð tíu til viðbótar. Ein hugmynd mun svo bera sigur úr bítum í hverju hverfi á næsta ári en þá fara kosningar um bestu hugmyndina fram. Sá sem á vinsælustu hugmyndina í hverju hverfi hlýtur titilinn „Hetjan úr hverfinu.“ „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna“ Dæmi um þær hugmyndir sem er hægt að sjá á vef verkefnisins nú þegar eru hundasvæði, stytta af Vigdísi Finnbogadóttur, Tennisvöllur, ærslabelgir, gosbrunnar og margt fleira. Eiríkur Búi Halldórsson verkefnastjóri segir gleðiefni að hægt hafi verið að fara í grunnskóla og kynna verkefnið í ár, það hafi ekki verið möguleiki fyrir tveimur árum vegna kórónaveirufaraldursins. „Það er búið að vera gaman að sjá hvað nemendur eru áhugasamir. Það sést alveg í hvaða hverfum við erum búin að fara í grunnskólaheimsóknir, þar eru aðeins fleiri hugmyndir og margar mjög ævintýragjarnar sem er bara mjög skemmtilegt,“ segir Eiríkur. Hann segist spenntur að sjá hvort að hetjan úr hverfinu leynist í grunnskólum hverfanna. Aðspurður hvort hann eigi sér einhverjar uppáhalds hugmyndir frá fyrri árum segist hann sjálfur hafa sérstaklega gaman af list og grænum svæðum, honum finnist þó öll verkefnin frábær. „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna,“ segir Eiríkur og hlær. Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Verkefnið fer fram á tveggja ára fresti og snýst um það að borgarbúar geti lagt fram hugmyndir sem þeir telja að bæti sín hverfi. Borginni er skipt í tíu hverfi og eru það Grafarvogur og Bryggjuhverfi, Laugardalur, Vesturbær, Háaleiti og Bústaðir, Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Hlíðar, Breiðholt, Miðborg og síðast en ekki síst Kjalarnes. Þetta er í tíunda sinn sem hugmyndasöfnunin fer fram en hún hóf göngu sína árið 2012 og hafa 898 hugmyndir verið framkvæmdar. Hugmyndasöfnunin stendur yfir til og með 27. október en kosið verður um fimmtán bestu hugmyndirnar í hverju hverfi og velur íbúaráð tíu til viðbótar. Ein hugmynd mun svo bera sigur úr bítum í hverju hverfi á næsta ári en þá fara kosningar um bestu hugmyndina fram. Sá sem á vinsælustu hugmyndina í hverju hverfi hlýtur titilinn „Hetjan úr hverfinu.“ „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna“ Dæmi um þær hugmyndir sem er hægt að sjá á vef verkefnisins nú þegar eru hundasvæði, stytta af Vigdísi Finnbogadóttur, Tennisvöllur, ærslabelgir, gosbrunnar og margt fleira. Eiríkur Búi Halldórsson verkefnastjóri segir gleðiefni að hægt hafi verið að fara í grunnskóla og kynna verkefnið í ár, það hafi ekki verið möguleiki fyrir tveimur árum vegna kórónaveirufaraldursins. „Það er búið að vera gaman að sjá hvað nemendur eru áhugasamir. Það sést alveg í hvaða hverfum við erum búin að fara í grunnskólaheimsóknir, þar eru aðeins fleiri hugmyndir og margar mjög ævintýragjarnar sem er bara mjög skemmtilegt,“ segir Eiríkur. Hann segist spenntur að sjá hvort að hetjan úr hverfinu leynist í grunnskólum hverfanna. Aðspurður hvort hann eigi sér einhverjar uppáhalds hugmyndir frá fyrri árum segist hann sjálfur hafa sérstaklega gaman af list og grænum svæðum, honum finnist þó öll verkefnin frábær. „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna,“ segir Eiríkur og hlær.
Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira