Innlent

„Samfélagið harmi slegið“

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið eftir að manni var ráðinn bani á Ólafsfirði í nótt.
Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið eftir að manni var ráðinn bani á Ólafsfirði í nótt. Vísir

Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og njóta þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi eystra að óskað hafi verið eftir aðstoð að húsi á Ólafsfirði klukkan 02:34 í nótt. Þar hefði maður verið stunginn með eggvopni.

Lögreglumenn frá Akureyri hafi þegar haldið á staðinn. Jafnframt voru lögreglumenn á bakvakt á Tröllaskaga ræstir út. Þá voru tveir sérsveitarmenn ræstir út frá Akureyri.

Fram kemur að þegar fyrstu lögreglumenn komu á vettvang hafi endurlífgunartilraunir verið hafnar á karlmanni, sem var með áverka. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi," segir í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni íslenskur karlmaður sem búsettur var á Ólafsfirði.

Fjórir aðilar voru handteknir í þágu rannsóknar málsins og njóta þeir allir réttarstöðu sakborninga á fyrstu stigum málsins og meðan aðkoma þeirra að málinu er rannsökuð. Lögregla segir að enginn sé eftirlýstur vegna málsins.

Það verður haldin bænastund í  Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld er og kirkjan er opin í allan dag að sögn Sigríðar Invarsdóttur bæjarstjóra Fjallaabyggðar. Hún segir enn fremur að áfallateymi muni vera til staðar í sveitafélaginu.

„Í svona litlu samfélagi eru allir harmi slegnir og hugur okkar eru hjá aðstandendum,“ segir Sigríður. 

Sigríður biður um að nánustu aðstandendur fái næði.

„Ég óska eftir því að þeir sem standa manninum næst og eru að syrgja núna fái frið. Þetta er eitthvað sem gerðist bara í nótt og fólk þarf að fá að átta sig á hlutunum,“ segir Sigríður. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.