Söngkonan Erla Þorsteinsdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2022 11:43 Erla Þorsteinsdóttir var einnig kölluð stúlkan með lævirkjaröddina. Aðsend Söngkonan Erla Þorsteinsdóttir, sem einnig var þekkt sem stúlkan með lævirkjaröddina, er látin, 89 ára að aldri. Í tilkynningu frá fjölskyldu Erlu segir að hún hafi andast á hjúkrunarheimili í Holbæk Danmörku þann 25. september síðastliðinn. Erla naut á sínum tíma mikilla vinsælda en söngferill hennar spannaði hins vegar aðeins fimm ár og hætti hún að syngja opinberlega einungis 26 ára gömul. Erla söng á ferli sínum oft með Hauki Morthens.Aðsend „Eiginmaður Erlu var Poul Dancell látinn 1989. Og eignuðust þau fjögur börn Paul, Evu Ingibjörgu, Stefan Thorstein og David Konrad. Synirnir þrír eru allir búsettir í Danmörku en dóttirin býr í Hollandi. Erla fæddist á Sauðárkróki 1933 og hóf snemma að syngja og leika á gítar á heimaslóðum en gítarinn hafði hún fengið í fermingargjöf. „Átján ára fluttist hún til Danmerkur til að starfa við þjónustu en söngferill hennar hófst mjög snögglega og fyrir alvöru er henni bauðst að syngja og leika á gítar í dönsku útvarpsþætti snemma árs 1954, það voru lögin Til eru fræ og Kvöldið var heiðskírt og hljótt. Í beinu framhaldi opnuðust henni fjölmargar gáttir og tækifæri til að koma sér á framfæri, og í kjölfarið einnig að syngja inn á plötur. Meðal laga sem Erla söng eru til dæmis Þrek og tár, Litli tónlistarmaðurinn, Kata rokkar, og Vagg og velta sem var svo frægt að vera bannað í ríkisútvarpinu. Aðsend Þrátt fyrir að afkasta miklu spannar ferill Erlu ekki nema rétt um hálfan áratug, sá tími dugði henni þó vel til að gera hana af einni ástsælustu söngkonu landsins og víst er að síðari tíma kynslóðir þekkja tónlist hennar enn í dag, hafa margir tekið lög hennar til endurvinnslu, má þar t.d. nefna Björk og Tríó Guðmundar Ingólfssonar á plötunni Gling gló. Tvöföld safnplata, Stúlkan með lævirkjaröddina, kom út árið 2000 og er á henni að finna flest af lögum Erlu. Lög hennar hafa ennfremur ratað inn á ýmsar safnplötur í seinni tíð, s.s. Stelpurnar okkar, Óskastundin 4, Óskalögin 2, Aftur til fortíðar, Svona var… seríunnar, Bestu lög 6. áratugarins,“ segir í tilkynningunni frá fjölskyldunni. Andlát Tónlist Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Í tilkynningu frá fjölskyldu Erlu segir að hún hafi andast á hjúkrunarheimili í Holbæk Danmörku þann 25. september síðastliðinn. Erla naut á sínum tíma mikilla vinsælda en söngferill hennar spannaði hins vegar aðeins fimm ár og hætti hún að syngja opinberlega einungis 26 ára gömul. Erla söng á ferli sínum oft með Hauki Morthens.Aðsend „Eiginmaður Erlu var Poul Dancell látinn 1989. Og eignuðust þau fjögur börn Paul, Evu Ingibjörgu, Stefan Thorstein og David Konrad. Synirnir þrír eru allir búsettir í Danmörku en dóttirin býr í Hollandi. Erla fæddist á Sauðárkróki 1933 og hóf snemma að syngja og leika á gítar á heimaslóðum en gítarinn hafði hún fengið í fermingargjöf. „Átján ára fluttist hún til Danmerkur til að starfa við þjónustu en söngferill hennar hófst mjög snögglega og fyrir alvöru er henni bauðst að syngja og leika á gítar í dönsku útvarpsþætti snemma árs 1954, það voru lögin Til eru fræ og Kvöldið var heiðskírt og hljótt. Í beinu framhaldi opnuðust henni fjölmargar gáttir og tækifæri til að koma sér á framfæri, og í kjölfarið einnig að syngja inn á plötur. Meðal laga sem Erla söng eru til dæmis Þrek og tár, Litli tónlistarmaðurinn, Kata rokkar, og Vagg og velta sem var svo frægt að vera bannað í ríkisútvarpinu. Aðsend Þrátt fyrir að afkasta miklu spannar ferill Erlu ekki nema rétt um hálfan áratug, sá tími dugði henni þó vel til að gera hana af einni ástsælustu söngkonu landsins og víst er að síðari tíma kynslóðir þekkja tónlist hennar enn í dag, hafa margir tekið lög hennar til endurvinnslu, má þar t.d. nefna Björk og Tríó Guðmundar Ingólfssonar á plötunni Gling gló. Tvöföld safnplata, Stúlkan með lævirkjaröddina, kom út árið 2000 og er á henni að finna flest af lögum Erlu. Lög hennar hafa ennfremur ratað inn á ýmsar safnplötur í seinni tíð, s.s. Stelpurnar okkar, Óskastundin 4, Óskalögin 2, Aftur til fortíðar, Svona var… seríunnar, Bestu lög 6. áratugarins,“ segir í tilkynningunni frá fjölskyldunni.
Andlát Tónlist Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira