Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Stunguárás í Ólafsfirði, viðbragðsæfing vegna hryðjuverka, rannsóknir á hugbreytandi efnum og ráðningar í opinber embætti verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.

Karlmaður lést af völdum stungusára í Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir en ákvörðun um gæsluvarðhald verður tekin í dag.

Fyrir Alþingi liggur þverpólitísk tillaga um að heimila rannsóknir og tilraunir með hugvíkkandi efni sem finnst í sveppum.

Um 48 milljónir ali-fugla hafa verið aflífaðar í Evrópusambandinu og Bretlandi vegna útbreiddasta fuglaflensufaraldurs sögunnar. Eitt tilvik fuglaflensu hefur komið upp í ali-fuglum hér á landi síðan faraldurinn braust út.

Þetta og meira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×