Innlent

Eyjamenn tóku vel á móti Þór

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Skipið var blessað og því gefið nafnið Þór.
Skipið var blessað og því gefið nafnið Þór. Landsbjörg

Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar var afhent Vestmannaeyingum við hátíðlega athöfn í dag.

Skipið er stærsta fjárfestingarverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til þessa en þetta er fyrsta skipið af þremur sem Landsbjörg hefur gengið frá kaupum á. 142,5 milljóna króna styrkur frá Sjóvá fer í að smíða skipin þrjú.

Þór sigldi frá Landeyjarhöfn og var tekið á móti því með viðhöfn þegar það sigldi í heimahöfn í Eyjum að viðstöddu fjölmenni. Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Landsbjörgu, segir að mikil eftirvænting hafi ríkt fyrir komu skipsins í Vestmannaeyjum og bætir við á léttu nótunum að fjöldi Eyjamanna hafi boðið sig fram til að sigla skipinu til Eyja.

Þór sigldi til hafnar í dag við hátíðlega athöfn.Landsbjörg

Með skipunum þremur styttist viðbragðstími Lansbjargar á sjó um helming í flestum tilfellum en þau eru einnig hönnuð með það í huga að geta aðstoðað við björgunarverkefni á landi, svo sem með því að tryggja fjarskipti á fáförnum stöðum ef þörf krefur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.