Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2022 21:00 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna. Stöð 2 Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. Aukin harka kallar á betri varnir lögregluþjóna, sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu í dag. Hann kvaðst jafnframt treysta lögreglu til að nota rafbyssurnar af festu og ábyrgð. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður stjórnarflokksins Vinstri grænna segist vissulega skilja vel ákall lögreglu um bætt öryggi. „En ég hef samt efasamdir um það hvort þetta sé leiðin, ég myndi fremur vilja líta til þess að fjölga lögreglumönnum, að þeir séu alltaf tveir eða fleiri saman og fara allar aðrar leiðir en þær að auka vopnaburð lögreglunnar,“ segir Steinunn. Eitt aðaleinkenni hins góða samfélags á Íslandi sé einmitt sú staðreynd að almennir lögreglumenn eru ekki vopnum búnir. „Og ég tel að það sé mikilsvert að halda í það. En hins vegar þarf auðvitað að skoða alltaf á hverjum tíma hvernig samfélagið er og hvernig við getum tryggt bæði öryggi lögreglumanna en svo líka það hvort almennir borgarar treysti og hafi trú á lögreglunni,“ segir Steinunn. Straumur í fimm sekúndur Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna hefur ekki áhyggjur af mögulegri hættu sem gæti fylgt byssunum. „Það er búið að gera margar skýrslur um það og lengi var sagt að þeim sem væru með gangráð væri hætta búin af þessu en það á ekki að vera sérstök hætta. Þetta er straumur í fimm sekúndur. Og það hefur verið sýnt fram á það í Bretlandi að í 80 prósent tilvika, þar sem er hótað að beita þessu þar, þarf ekki að beita þessu. Því fólk gefst upp,“ segir Fjölnir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.Stöð 2 Rafbyssur hafi gefist vel í lögreglustarfi á Norðurlöndum og Bretlandi. „Þetta myndi fara í sama valdbeitingarstig og kylfa eða piparúði. Og við teljum, og ég held að það sé alveg öruggt, að það sé ekki meiri hætta af rafbyssu en því. Og jafnvel minni,“ segir Fjölnir. Sjö handteknir Á sama tíma og rafbyssuvæðingin er boðuð er rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka í hámæli. Lögregla heldur þétt að sér spilunum en hélt blaðamannafund í gær. Þar kom fram að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókninni vegna ættingja hennar sem nefndur hefði verið í skýrslutöku. Sá reyndist faðir hennar, Guðjón Valdimarsson, og var húsleit gerð hjá honum fyrr í vikunni. Þá kom einnig fram á blaðamannafundinum að fleiri hefðu verið handteknir í tengslum við málið frá fyrstu aðgerðum lögreglu fyrr í mánuðinum, þar sem fjórir voru handteknir. Fréttastofa fékk upplýsingar um það í dag að alls hefðu sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Enn eru þó aðeins tveir í gæsluvarðhaldi, eins og komið hefur fram. Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Aukin harka kallar á betri varnir lögregluþjóna, sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu í dag. Hann kvaðst jafnframt treysta lögreglu til að nota rafbyssurnar af festu og ábyrgð. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður stjórnarflokksins Vinstri grænna segist vissulega skilja vel ákall lögreglu um bætt öryggi. „En ég hef samt efasamdir um það hvort þetta sé leiðin, ég myndi fremur vilja líta til þess að fjölga lögreglumönnum, að þeir séu alltaf tveir eða fleiri saman og fara allar aðrar leiðir en þær að auka vopnaburð lögreglunnar,“ segir Steinunn. Eitt aðaleinkenni hins góða samfélags á Íslandi sé einmitt sú staðreynd að almennir lögreglumenn eru ekki vopnum búnir. „Og ég tel að það sé mikilsvert að halda í það. En hins vegar þarf auðvitað að skoða alltaf á hverjum tíma hvernig samfélagið er og hvernig við getum tryggt bæði öryggi lögreglumanna en svo líka það hvort almennir borgarar treysti og hafi trú á lögreglunni,“ segir Steinunn. Straumur í fimm sekúndur Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna hefur ekki áhyggjur af mögulegri hættu sem gæti fylgt byssunum. „Það er búið að gera margar skýrslur um það og lengi var sagt að þeim sem væru með gangráð væri hætta búin af þessu en það á ekki að vera sérstök hætta. Þetta er straumur í fimm sekúndur. Og það hefur verið sýnt fram á það í Bretlandi að í 80 prósent tilvika, þar sem er hótað að beita þessu þar, þarf ekki að beita þessu. Því fólk gefst upp,“ segir Fjölnir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.Stöð 2 Rafbyssur hafi gefist vel í lögreglustarfi á Norðurlöndum og Bretlandi. „Þetta myndi fara í sama valdbeitingarstig og kylfa eða piparúði. Og við teljum, og ég held að það sé alveg öruggt, að það sé ekki meiri hætta af rafbyssu en því. Og jafnvel minni,“ segir Fjölnir. Sjö handteknir Á sama tíma og rafbyssuvæðingin er boðuð er rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka í hámæli. Lögregla heldur þétt að sér spilunum en hélt blaðamannafund í gær. Þar kom fram að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókninni vegna ættingja hennar sem nefndur hefði verið í skýrslutöku. Sá reyndist faðir hennar, Guðjón Valdimarsson, og var húsleit gerð hjá honum fyrr í vikunni. Þá kom einnig fram á blaðamannafundinum að fleiri hefðu verið handteknir í tengslum við málið frá fyrstu aðgerðum lögreglu fyrr í mánuðinum, þar sem fjórir voru handteknir. Fréttastofa fékk upplýsingar um það í dag að alls hefðu sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Enn eru þó aðeins tveir í gæsluvarðhaldi, eins og komið hefur fram.
Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira