Lífið

Katla og Halldóra ríða á vaðið í fyrsta þættinum af Stóra sviðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tvær einstakar leikkonur í fyrsta þættinum af Stóra sviðinu.
Tvær einstakar leikkonur í fyrsta þættinum af Stóra sviðinu.

Þátturinn Stóra sviðið fer af stað á nýjan leik á Stöð 2 í kvöld en um er að ræða fjölskylduþátt þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki.

Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.

Í þættinum í kvöld mæta leikkonurnar Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Halldóra Geirharðs.

Katla með Steinda í liði og Halldóra með Audda. Það má með sanni segja að áhorfendur eigi ekki að láta þáttinn fram hjá sér fara ef marka má brot úr þættinum sem sjá má hér að neðan.

Klippa: Katla og Halldóra ríða á vaðið í fyrsta þættinum af Stóra sviðinu

Hér að neðan má sjá stiklu úr seríunni í heild sinni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.