Innlent

„Veðurstofusumarið“ í kaldara lagi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rigning í Reykjavík.
Rigning í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Meðalhiti „veðurstofusumarsins“ svokallaða var 9,2 stig og telst það í kaldara lagi miðað við undanfarin ár.

Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar þar sem fjallað er um veðurtengd málefni. Með veðurstofusumri er átt við tímabilið frá 1. júní til 30. september.

„Meðalhiti sumarsins reiknast 9,2 stig. Það er í kaldara lagi miðað við það sem algengast hefur verið síðustu áratugi, en hefði samt talist hlýtt á „kalda“ tímabilinu 1965 til 1995,“ skrifar Trausti.

Birtir hann meðfylgjandi mynd með, þar sem sjá má sumarhita í byggðum landsins frá 1820 til 2022. Bendir Trausti þó á að fyrri hluti myndarinnar, fyrir 1874, sé byggðir á fáum og óstöðluðum mælingum sem lítið sé vitað um. Þau gefi þó einhverja mynd af veðrinu á þessum tíma.

Sumarhiti (júní til september) í byggðum landsins.Trausti Jónsson

Bendir hann á að hlýnað hafi verulega eftir 2001.

„Á landsvísu var sumarið 2014 það hlýjasta á þessari öld. Fáein enn hlýrri sumur komu á fyrra hlýskeiði, en munurinn samt sá að þá virðist breytileiki frá ári til árs hafa verið öllu meiri en að undanförnu. Við sjáum að fjölmörg sumur voru þá kaldari en það sem nú er (nær) liðið.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.