Innlent

Hafa hingað til þurft að forgangsraða forgangsmálum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ævar segir einnig unnið að því að koma til móts við óskir brotaþola um aukna upplýsingagjöf.
Ævar segir einnig unnið að því að koma til móts við óskir brotaþola um aukna upplýsingagjöf. Vísir

Rannsóknarlögreglumönnum hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið fjölgað um þrjá og í næsta mánuði ættu þau stöðugildi sem helguð eru rannsókn kynferðisbrotamála hjá embættinu að vera orðin sextán.

Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar, í samtali við Morgunblaðið.

Greint var frá því í gær að meðalmálsmeðferðartími nauðgunarmála hefði lengst um 77 prósent frá 2016 til 2013 og meðalmálsmeðferðartími kynferðisbrota almennt um 33 prósent.

Að sögn Ævars hefur stafrænum kynferðisbrotum fjölgað gríðarlega og mikinn tíma taki að vinna úr gögnum í slíkum málum. Stöðugildum við stafrænar rannsóknir hafi fjölgað um eitt, við líftæknirannsóknir um eitt og þá hafi ákærendum á ákærusviði verið fjölgað um tvo.

Fjölgun starfsmanna auki svigrúm til að bæta verkferla og hugsa hlutina upp á nýtt.

„Við höfum gefið okkur tíma núna til þess að fara yfir mál sem eru eldri og forgangsraða. Við búum við þann veruleika að vera alltaf að forgangsraða forgangsmálum, sem er erfitt,“ segir Ævar.

Lögregla hefur einnig unnið að því að koma til móts við brotaþola hvað varðar upplýsingagjöf um meðferð þeirra mála. Í nýrri þjónustugátt geti þeir nú séð hvar málið er statt og nálgast aðrar upplýsingar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.