Alveg klárt að fullt tilefni hafi verið fyrir aðgerðum lögreglu Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. september 2022 15:32 Ljósmyndari Vísis tók mynd af fjórum skotvopnum auk skotfæra og skothylkja sem lögregla sýndi fjölmiðlamönnum að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Það er alveg klárt að fullt tilefni hafi verið til að ráðast í þær aðgerðir sem ráðist var í síðustu viku vegna gruns um að einstaklingar væru að leggja á ráðin um að fremja hryðjuverk hér á landi, og að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn málsins vegna mögulegs vanhæfis. Þetta var á meðal þess kom fram á upplýsingafundi lögreglu vegna málsins í dag, sem haldinn var í lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinum. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinumVísir/Vilhelm Þar voru þeir spurðir að því hversu nálægt lögregla teldi að mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi verið að fremja hin ætluðu hryðjuverk. „Út frá rannsóknarhagsmunum, hvar við erum stödd í rannsókninni og viðkvæmri stöðu rannsóknarinnar þá er rosalega erfitt fyrir okkur á þessum tímapunkti að fara að úttala okkur mikið um efni þess sem við erum búin að finna í gögnunum. En það var full ástæða til þess að fara í þessar aðgerðir sem farið var í, að krefjast gæsluvarðhalds yfir þessum mönnum eins og staðan er núna. Það er alveg klárt. Við teljum að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu og nú er bara unnið í því að rannsakna málið til botns. Komast að raun um hver voru hugsanleg skotmörk og undirbúninginn allan,“ sagði Einar Ingiberg. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ríkislögreglustjóri segir sig frá málinu Á fundindum kom einnig fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá Ríkislögreglustjóra til Eembættis héraðssaksóknara. Ástæðan eru upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Grímur Grímsson sat fyrir svörum.Vísir/Vilhelm Þar kom fram að ríkislögreglustjóri hafi sagt sig frá málinu um leið og þær upplýsingar lágu fyrir vegna mögulegs vanhæfis. Í máli Gríms kom fram að héraðsdómur hafi fallist á kröfu um áframhaldandi einnar viku gæsluvarðhald yfir manninum sem var hnepptur í einnar viku gæsluvarðhald í síðustu viku, og átti að losna úr því í dag. Lögrelga sýndi fréttamönnum hluta þeirra vopna sem lagt var hald á.Vísir/Vilhelm Þar kom einnig fram að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins en ekki hafi verið farið fram á að fleiri verði settir í gæsluvarðhald en þeir tveir sem þegar eru í slíku varðhaldi. Grímur sagði einnig að í sautján húsleitum vegna málsins hafi verið lagt á tugi skotvopna, þó aðeins nokkur þrívíddarprentuð vopn. Meirihlutinn hafi verið verksmiðjuframleiddur. Sum vopnanna hafi verið sett saman úr þrívíddaprentuðum vopnum, Ein-skota byssum hafi verið breytt í hálfsjálfvirk, sem eru hættulegri, að sögn Gríms. Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Lögregla ítrekaði þó á fundinum að hryðjuverkaógn væri metin lág hér á landi, þrátt fyrir málið sem nú væri til rannsóknar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta var á meðal þess kom fram á upplýsingafundi lögreglu vegna málsins í dag, sem haldinn var í lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinum. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinumVísir/Vilhelm Þar voru þeir spurðir að því hversu nálægt lögregla teldi að mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi verið að fremja hin ætluðu hryðjuverk. „Út frá rannsóknarhagsmunum, hvar við erum stödd í rannsókninni og viðkvæmri stöðu rannsóknarinnar þá er rosalega erfitt fyrir okkur á þessum tímapunkti að fara að úttala okkur mikið um efni þess sem við erum búin að finna í gögnunum. En það var full ástæða til þess að fara í þessar aðgerðir sem farið var í, að krefjast gæsluvarðhalds yfir þessum mönnum eins og staðan er núna. Það er alveg klárt. Við teljum að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu og nú er bara unnið í því að rannsakna málið til botns. Komast að raun um hver voru hugsanleg skotmörk og undirbúninginn allan,“ sagði Einar Ingiberg. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ríkislögreglustjóri segir sig frá málinu Á fundindum kom einnig fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá Ríkislögreglustjóra til Eembættis héraðssaksóknara. Ástæðan eru upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Grímur Grímsson sat fyrir svörum.Vísir/Vilhelm Þar kom fram að ríkislögreglustjóri hafi sagt sig frá málinu um leið og þær upplýsingar lágu fyrir vegna mögulegs vanhæfis. Í máli Gríms kom fram að héraðsdómur hafi fallist á kröfu um áframhaldandi einnar viku gæsluvarðhald yfir manninum sem var hnepptur í einnar viku gæsluvarðhald í síðustu viku, og átti að losna úr því í dag. Lögrelga sýndi fréttamönnum hluta þeirra vopna sem lagt var hald á.Vísir/Vilhelm Þar kom einnig fram að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins en ekki hafi verið farið fram á að fleiri verði settir í gæsluvarðhald en þeir tveir sem þegar eru í slíku varðhaldi. Grímur sagði einnig að í sautján húsleitum vegna málsins hafi verið lagt á tugi skotvopna, þó aðeins nokkur þrívíddarprentuð vopn. Meirihlutinn hafi verið verksmiðjuframleiddur. Sum vopnanna hafi verið sett saman úr þrívíddaprentuðum vopnum, Ein-skota byssum hafi verið breytt í hálfsjálfvirk, sem eru hættulegri, að sögn Gríms. Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Lögregla ítrekaði þó á fundinum að hryðjuverkaógn væri metin lág hér á landi, þrátt fyrir málið sem nú væri til rannsóknar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels